Entries by gre

Evrópsk samgönguvika er hafin

Evrópsk samgönguvika stendur yfir dagana 16.-22. september. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft. Við hvetjum stofnanir til nýta tækifærið þessa vikuna og kynna kosti vistvænna samgöngumáta fyrir starfsfólki sínu. Er einhver […]

Öll skrefin í höfn hjá Landsvirkjun

Landsvirkjun hefur nú lokið við að innleiða öll fimm Grænu skrefin í höfuðstöðvum sínum á Háaleitisbraut. Greinilegt er að bakvið metnaðarfullt umhverfisstarf Landsvirkjunar er samstilltur og drífandi hópur af öllum sviðum rekstursins sem lætur verkin tala og velta við hverjum steini. Við óskum Landsvirkjun innilega til hamingju með áfangann! Á myndinn eru frá vinstri: Ingvar Sigurðsson […]

Mötuneyti til fyrirmyndar

Það er gaman að sjá hvað mörg mötuneyti eru farin að vanda til verka þegar kemur að matarsóun, endurvinnslu og að bjóða uppá græna valkosti og þ.a.l. minnka framboð af rauðu kjöti. Í mötuneyti Landsvirkjunar á Háaleitisbraut stendur Ingvar Sigurðsson kokkur vaktina. Ingvar er snillingur í því að fullnýta hráefni og hann sér til þess […]

Tvö ráðuneyti fá viðurkenningu fyrir þrjú græn skref

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og dómsmálaráðuneytið hafa nú innleitt fyrstu þrjú grænu skrefin á einu bretti. Ráðuneytin fengu afhenta viðurkenningu fyrir árangurinn í dag og voru að vonum stolt af sér og sínum. Við óskum ykkur til hamingju og gangi ykkur vel með framhaldið! Á myndinni eru Dröfn Gunnarsdóttir hjá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, Birgitta Steingrímsdóttir starfsmaður […]

Nýr þátttakandi í Grænu skrefunum

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu hefur nú skráð sig til leiks í Grænu skrefin. Hjá miðstöðinni starfa 24 manns í Hamrahlíð í Reykjavík. Við bjóðum Þjónustu- og þekkingarmiðstöðina hjartanlega velkomna til leiks! 🙂

Vatnajökulsþjóðgarður stígur fyrsta skrefið

Í starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs hafa umhverfismálin sannarlega verið sett á oddinn og hefur þjóðgarðurinn nú fengið viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið. Vatnajökulsþjóðgarður spannar rúm 14% af flatarmáli Íslands og er einn stærsti þjóðgarður í Evrópu. Starfsstöðvarnar átta sem hafa lokið fyrsta skrefinu eru staðsettar vítt og breitt um þjóðgarðinn en þær eru Fellabær, Gamlabúð, Gljúfrastofa, Kirkjubæjarklaustur, […]

Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti með fjögur Græn skref

Í dag fengu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti viðurkenningu fyrir að hafa innleitt þriðja og fjórða Græna skrefið, einungis rúmu hálfu ári eftir innleiðingu fyrstu tveggja skrefanna. Umhverfismálin hafa verið tekin föstum tökum hjá ráðuneytunum og er verkefnið mjög sýnilegt innanhúss sem gerir starfsmönnum einfaldara fyrir að tileinka sér aðgerðir þess. Öflugt þriggja manna teymi fer fyrir innleiðingu […]

Vinnumálastofnun ætlar að stíga Grænu skrefin

Vinnumálastofnun hefur mikinn áhuga á að vinna markvisst að umhverfismálum í sínum rekstri og hefur því skráð sig til leiks í Grænu skrefin. Hjá stofnuninni starfa 150 manns á átta starfsstöðvum um land allt, en höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Reykjavík. Verið velkomin í hópinn!

Þjóðskjalasafn Íslands skráir sig til leiks

Þjóðskjalasafn Íslands er 68. stofnunin sem stígur með okkur Grænu skrefin. Hjá stofnuninni starfa 35 manns á Laugarvegi 162. Við erum spennt fyrir samstarfinu og bjóðum Þjóðskjalasafn Íslands hjartanlega velkomið til leiks!

Skráning á matarsóun

Nú eru stofnanir farnar að huga að matarsóun bæði hvað varðar fræðslu og verkefni til að draga úr matarsóun í mötuneytum. Við höfum gert einfaldan skráningarlista yfir matvæli sem eru framleidd og matvæli sem fara í ruslið. Þá er líka hægt að gera athugun á því hversu mikið af mat sem er sóað er í […]

Héraðssaksóknari er nýr þátttakandi

Embætti Héraðssaksóknara hefur verið að innleiða breytingar til að draga úr umhverfismálum um nokkur tíma og hafa þau nú ákveðið að stíga skrefið til fulls og taka þátt í verkefninu með okkar. Við bjóðum þau velkomin í hópinn.