Í Grænu bókhaldi eru teknar saman upplýsingar um hvernig innkaupum á margvíslegri rekstrarvöru og þjónustu er háttað, aðallega í formi tölulegra upplýsinga. Með markvissri færslu Græns bókhalds geta stofnanir gert sér grein fyrir keyptu magni og eðli innkaupa á vöru eða orku og þannig sett sér mælanleg markmið um hagræðingu eða að draga úr notkun.
Með aukinni áherslu á loftslagsmál er mikilvægt að stofnanir fylgist með losun gróðurhúsalofttegunda sem stafar frá starfsemi þeirra. Með því að halda Grænt bókhald er hægt að fylgjast með magni losunar, skoða árangur í samanburði við aðrar stofnanir, fara í aðgerðir til að draga úr losun og kolefnisjafna svo það sem eftir situr. Losunarstuðlar Umhverfisstofnunar eru innbyggðir í Græna bókhaldið.
Græna bókhaldið tekur til þeirra þátta sem hafa hve mest umhverfisáhrif í daglegum rekstri:
- Samgöngur
- Úrgangur
- Orkunotkun
- Matarsóun
- Pappírsnotkun
- Efnanotkun
Grænu bókhaldi er skilað í Gagnagátt Umhverfisstofnunar. Tengiliðir Grænna skrefa geta skráð sig inn í Gagnagáttina með tölvupóstfangi, hafið samband við graenskref@graenskref.is ef þið komist ekki inn. Skilafrestur fyrir Grænt bókhald ársins 2020 er 1. apríl 2021.
Til þess að reikna losun frá flugferðum er notast við við reiknivél Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), sjá hér. Reiknivélin veitir upplýsingar um vegalengd og losun. Hægt er að nýta sér excel skjalið hér að neðan, Losun vegna flugferða, til að auðvelda útreikning en í skjalinu eru upplýsingar um losun og vegalengd algengra ferða og ýmissa flugleggja.
LOSUN VEGNA FLUGFERÐA - VINNUSKJAL
Smelltu til að hlaða niður skjalinu.
Grænt bókhald nýtist á margan hátt:
- Safnað er upplýsingum um þá þætti sem valda neikvæðum umhverfisáhrifum
- Losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna, úrgangs og orkunotkunar reiknast sjálfkrafa
- Samantekt um Grænt bókhald nýtist til að koma stefnu í umhverfismálum á framfæri
- Tölur úr Grænu bókhaldi draga fram það sem betur mætti fara við reksturinn
- Skýrsla um Grænt bókhald veitir upplýsingar til almennings um stofnunina
- Upplýsingar um Grænt bókhald geta stuðlað að betri ímynd í samfélaginu
Hér að neðan má sjá kynningu á Grænu bókhaldi frá árinu 2018. Kynningarmyndband á Gagnagáttinni er væntanlegt í febrúar 2021.
Grænt bókhald
Fræðsla um grænt bókhald ríkisstofnana