Vinnumálastofnun ætlar að stíga Grænu skrefin

Vinnumálastofnun hefur mikinn áhuga á að vinna markvisst að umhverfismálum í sínum rekstri og hefur því skráð sig til leiks í Grænu skrefin. Hjá stofnuninni starfa 150 manns á átta starfsstöðvum um land allt, en höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Reykjavík. Verið velkomin í hópinn!