Evrópsk samgönguvika er hafin

Evrópsk samgönguvika stendur yfir dagana 16.-22. september. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft. Við hvetjum stofnanir til nýta tækifærið þessa vikuna og kynna kosti vistvænna samgöngumáta fyrir starfsfólki sínu. Er einhver starfsmaður innanhúss sem getur deilt reynslu sinni af því að hjóla, ganga eða taka strætó í og úr vinnu? Væri hægt að fá kynningu á hjólasamgöngum í hádegismat eða á starfsmannafundi? Er hægt að setja upp keppni innanhúss, t.d. hvaða deild kemur oftast með vistvænum hætti til/frá vinnu þessa vikuna eða hvaða deild kemur með frumlegasta hætti til vinnu? Endilega virkjið hugmyndaflugið, klæðið ykkur vel og nýtið ykkur Evrópska samgönguviku til þess að upplifa kosti vistvænna samgöngumáta.

Á vef Umhverfisstofnunar er hægt að kynna sér kosti vistvænna samgangna nánar og hér eru allar helstu upplýsingar um samgönguvikuna.samg