Vatnajökulsþjóðgarður stígur fyrsta skrefið

Í starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs hafa umhverfismálin sannarlega verið sett á oddinn og hefur þjóðgarðurinn nú fengið viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið. Vatnajökulsþjóðgarður spannar rúm 14% af flatarmáli Íslands og er einn stærsti þjóðgarður í Evrópu. Starfsstöðvarnar átta sem hafa lokið fyrsta skrefinu eru staðsettar vítt og breitt um þjóðgarðinn en þær eru Fellabær, Gamlabúð, Gljúfrastofa, Kirkjubæjarklaustur, Mývatn, Skaftafellsstofa, Skaftárstofa og Snæfellsstofa. Starfsmenn eru vel upplýstir um umhverfismál enda eitt af markmiðum þjóðgarðsins að vernda náttúru hans. Áhersla er lögð á að draga úr umhverfisáhrifum t.a.m með umhverfisvænum ferðamátum, flokkun og endurnýtingu úrgangs og minni rafmagnsnotkun. Þjóðgarðurinn hefur sett sér metnaðarfullar stefnur þegar kemur að innkaupum og samgöngum og stuðlar þannig að bættu umhverfi og heilsu starfsfólks á sama tíma og umhverfisvitund gesta og starfsfólks er efld. Vatnajökulsþjóðgarður sýnir gott fordæmi fyrir aðrar stofnanir og óskum við þeim til hamingju með árangurinn!

Mvatn 1 skref  sn  fella

Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs á Mývatni, Snæfellsstofu og Fellabæ með viðurkenningarskjöl fyrir fyrsta Græna skrefið.