Entries by gre

Veðurstofan stígur 3 skref í einu

Veðurstofa Íslands hefur nú fengið viðurkenningu fyrir að stíga fyrstu þrjú Grænu skrefin. Öflugt umhverfisstarf hefur verið unnið á stofnuninni um árabil og ljóst að það er rótgróið í menningu vinnustaðarins að huga að umhverfinu í hvívetna. Nýtni er í hávegum höfð og fá starfsmenn sem vilja t.a.m að eiga raftæki sem stofnunin hefur ekki […]

Umbra klárar 4. skrefið

Umbra – þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins hefur nú stigið 4. Græna skrefið en einungis tveir mánuðir eru síðan þau fengu viðurkenningu fyrir skref 2 og 3. 80% af úrgangi stofnunarinnar fer til endurvinnslu og í viðleitni til að draga úr myndun úrgangs er verið að koma fyrir handblásurum á flestum salernum, en með því dregur verulega úr […]

Bílar ríkisins verða umhverfisvænir

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að innleiða nýja stefnu sem tryggir að ríkisstofnanir kaupi umhverfisvænni bíla en innleiðing vistvænni ökutækja er á meðal aðgerða á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Með aðgerðunum má draga úr heildarlosun ríkisins vegna ökutækja á skömmum tíma. Að auki er rekstrarkostnaður vistvænna bifreiða lægri og heildarlíftímakostnaður og vistferilskostnaður tækjanna minni. Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.

80 þátttakendur í Grænum skrefum

Landhelgisgæsla Íslands hefur nú skráð sig til leiks í Grænu skrefin og eru því alls 80 ríkisstofnanir sem taka þátt í verkefninu. Hjá Landhelgisgæslunni starfa 200 manns við margvísleg verkefni, svo sem leit og björgun, löggæsluverkefni, sjómælingar á öruggum siglingarleiðum og önnur sérhæfð verkefni. Höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar eru í Skógarhlíð í Reykjavík en starfsstöðvar eru líka […]

Vegagerðin á Húsavík

Þjónustustöð Vegagerðarinnar á Húsavík hlaut viðurkenningu fyrir 1. græna skrefi í lok nóvember. Mikill metnaður er í þeim köppum að fylgja ákvæðum skrefanna og örugglega stutt að bíða þess að þeir stígi skref nr. 2. Hópurinn á myndinni stendur hér fyrir aftan sérsmíðaða glæsilega hjólagrind, prýðis aðstaða fyrir hjólandi starfsfólk sem og gestikomandi. Óskum þeim […]

ÍSOR stígur 3. skrefið

Innleiðing Grænu skrefanna hefur gengið hratt og örugglega fyrir sig hjá ÍSOR. Viðurkenningu fyrir fyrsta skrefið hlutu þau í janúar 2018 og í dag fengu þau viðurkenningu fyrir það þriðja. Samhliða afhendingu 3. skrefsins fékk stofnunin sömuleiðis silfur í Hjólavottun vinnustaða en öflug hjólreiðamenning er til staðar meðal starfsfólks ÍSOR og aðstaðan eftir því. Flokkun úrgangs er […]

Þjóðskrá stígur 2. skrefið

Starfsstöðvar Þjóðskrár Íslands í Reykjavík og á Akureyri tóku við viðurkenningu fyrir annað Græna skrefið nú á dögunum. Hjá Þjóðskrá Íslands er öflugur hópur sem innleiðir skrefin og njóta þau stuðnings Margrétar Hauksdóttur forstjóra, en hún er með skýra sýn á næstu skref svo sem að auka enn rafrænaþróun stofnunarinnar sem dregur m.a. úr pappírsnotkun […]

Vinnumálastofnun á Norðurlandi eystra landa 1. skrefinu

Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á Akureyri tók í dag við viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið þar á bæ. Mikill metnaður og áhugi er í hópnum, en stofnunin hefur verið sérlega dugleg í að kynna verkefnið vel fyrir starfsmönnum. Nýlega fengu starfsmenn fræðslu um endurvinnslu, en Akureyringar hafa lengi borið af þegar kemur að flokkun sorps og lífræns […]

Jafnréttisstofa hefur Grænu vegferðina

Jafnréttisstofa var opnuð á Akureyri í september 2000. Hún annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og heyrir undir yfirstjórn forsætisráðherra. Hjá stofnuninni starfa 9 manns og hlökkum við til að vinna með þeim að umhverfismálunum – verið velkomin í Grænu skrefin!

Fiskistofa með í Grænu skrefunum

Við bjóðum Fiskistofu velkomna til leiks! Hlutverk stofnunarinnar er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu auðlinda hafs og vatna. Hjá Fiskistofu starfa 63 manns á sex starfsstöðvum um land allt.

Embætti lögreglustjóra og sýslumanns á Norðurlandi eystra skrá sig til leiks

Það gleður okkur hjá Grænu skrefunum að fá stofnanirnar tvær með í verkefnið og bjóðum við þær hjartanlega velkomnar. Bæði embættin eru fyrst sinnar tegundar til að taka þátt í Grænu skrefunum en þau heyra bæði undir dómsmálaráðuneyti. Við hvetjum að sjálfsögðu önnur lögreglu- og sýslumannsembætti til að taka embættin á Norðurlandi eystra til fyrirmyndar […]