Entries by gre

Íslenskir losunarstuðlar aðgengilegir í fyrsta sinn

Í Grænu bókhaldi eru innbyggðir svokallaðir losunarstuðlar sem gera það að verkum að losun frá helstu uppsprettum gróðurhúsalofttegunda (GHL) í starfseminni reiknast sjálfkrafa. Umhverfisstofnun hefur nú birt upplýsingar um losunarstuðlana á heimasíðu sinni og eru þeir því aðgengilegir fyrirtækjum, sveitafélögum, stofnunum og öllum þeim sem vilja reikna út losun frá sinni starfsemi. Stuðlunum fylgja skýrar leiðbeiningar um hvaða stuðlar henti best til […]

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ stigu 2 skref

Fjölbrautarskóinn í Garðabæ hlaut viðurkenningu fyrir fyrstu 2 grænu skrefin í síðustu viku á setningu Imbrudaga í skólanum. Þema daganna voru umhverfismál og margt áhugavert var í boði fyrir nemendur skólans af bæði fræðslu og vinnustofum, m.a. flutti Andri Snær Magnason fyrirlestur fyrir fullum sal nemenda, Umhverfisstofnun hélt fyrirlestur um matarsóun og Einar Bárðarson sagði frá […]

Öll 5 skrefin í höfn hjá Landsvirkjun – Akureyri

Starfsstöð Landsvirkjunar á Glerárgötunni á Akureyri hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir fimmta og síðasta græna skrefið. Það er til fyrirmyndar hvað vel hefur gengið að innleiða skrefin hjá Landsvirkjun og hefur nú öll hefðbundin skrifstofustarfssemi fyrirtækisins lokið skrefunum. En þau láta ekki þar við sitja og eru nú þegar byrjuð á innleiðingu skrefanna á aflstöðvunum […]

Annað skref Fjársýslu ríkisins

Fjársýsla ríkisins hlaut viðurkenningu fyrir annað Græna skrefið um daginn. Vilborg Hólmjárn, sérfræðingur hjá Fjársýslunni, heldur utan um verkefnið af miklum myndarbrag og stefna þau á að taka þriðja skrefið með vorinu.Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn! Vilborg Hólmjárn og Hildur Harðardóttir hjá Umhverfisstofnun.

Fyrsta lögregluembættið sem stígur Grænt skref

Embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra fékk í desember 2019 afhenta viðurkenningu fyrir að hafa lokið innleiðingu á fyrsta Græna skrefinu – fyrst allra lögregluembætta. Allar lögreglustöðvar embættisins taka þátt í verkefninu af fullum krafti, en þær eru staðsettar á Akureyri, Dalvík, Húsavík, Siglufirði og Þórshöfn. Mikill hugur er í starfsfólki embættisins og metnaður til að […]

Ný útgáfa af grænu bókhaldi

Nú er uppfært excel skjal græna bókhaldsins niðurhalanlegt undir liðnum Grænt bókhald hér á heimasíðunni. Helstu nýmæli eru að hægt er að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda frá fleiri þáttum og gerðar voru ýmsar uppfærslur, ítarlegri leiðbeiningar og losunarstuðlar uppfærðir. Gagnagátt græns bókhalds fór í loftið í fyrra og er henni ætlað að leysa af hólmi excel skjalið […]

Listasafn Íslands taka 2 skref í einu

Listasafn Íslands hlaut í dag viðurkenningu fyrir tvö fyrstu grænu skrefin. Innleiðing verkefnisins hefur gengið hratt og vel fyrir sig, enda hópurinn greinilega samstilltur og áhugasamur um umhverfismál. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og hlökkum til næstu skrefa með þeim!  Á myndinni er fríður hópur safnsins ásamt viðurkenningarskjalsins góða og fleiri viðurkenninga svo […]

Isavia í Keflavík með þrjú skref

Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Þjónustuhús og Flugturn í Keflavík fengu í gær viðurkenningu fyrir að hafa lokið við þriðja Græna skrefið. Í Keflavík starfar öflug umhverfisdeild sem farið hefur fyrir innleiðingu Grænu skrefanna í starfseminni. Mikil áhersla hefur verið lögð á fræðslu til starfsmanna og rekstaraðila og að virkja þá til góðra verka. Sorpmálin hafa verið tekin […]

Vegagerðin á fullri ferð

Vegagerðin keyrir Grænu skrefin áfram af öryggi! Í desember sem leið hlaut þjónustustöðin á Akureyri viðurkenningu fyrir skref 2. og 3. og þjónustustöðin á Sauðárkróki fyrir að ljúka öðru skrefinu. Sóley Jónasdóttir fulltrúi grænna skrefa hjá Vegagerðinni á Norðursvæði heldur vel utan um verkefnið og hvetur starfsfólkið til dáða og heldur öllum vel upplýstum. Við […]

Landspítalinn nýr þátttakandi í Grænum skrefum

Við bjóðum Landspítalann velkominn til leiks! Til að byrja með mun starfsstöð spítalans við Skaftahlíð innleiða skrefin en þar starfa 270 manns. Öflugt umhverfisstarf hefur verið unnið á Landspítalanum um árabil svo búast má við því að Grænu skrefin verði starfsfólki auðveld viðureignar.

Póst- og fjarskiptastofnun skráir sig til leiks

Við bjóðum Póst- og fjarskiptastofnun velkomna til leiks í Grænum skrefum. Hjá stofnuninni starfa 27 manns og hlökkum við til að vinna með þeim að umhverfismálunum. Með þessari skráningu eru 81 stofnun þátttakendur í verkefninu.

Lagafrumvarp sem tekur á plastvandanum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. „Verði frumvarpið að lögum munu nokkrar algengar gerðir af plastvörum verða bannaðar á Íslandi. Þetta eru t.d. plastdiskar, plasthnífapör, plaströr og bollar úr frauðplasti. Við getum svo vel notað aðra hluti í staðinn. Frumvarpsdrögin gera líka ráð fyrir að […]