Entries by gre

17% minni úrgangur hjá FOR

Forsætisráðuneytið var nú að ljúka við innleiðingu á fimmta og síðasta skrefinu. Umhverfismálin ná nú inn í hvern krók og kima í ráðuneytinu. Starfsmenn hafa í gegnum verkefnið náð góðum árangri í umhverfismálunum þar sem má meðal annars nefna að:Allur einnota borðbúnaður er horfinn! Það var venjan að starfsmenn notuðu einnota kaffimál en sú tíð […]

Nýtni er ekki bara skraut hjá ML

Menntaskólinn á Laugarvatni tekur nýtni og nægjusemi mjög hátíðlega og er sú hugsjón gegnumgangandi í öllum rekstri þeirra. Auk þess eru þau með mjög virka umhverfiskennslu fyrir nemendur sem fá að taka virkan þátt í rannsóknum og verkefnum sem tengjast umhverfismálum. Auk þess er menntaskólinn skóli á Grænni grein og hefur flaggað Grænfánanum síðan 2011. 

Met skil á grænu bókhaldi

34 stofnanir skila nú grænu bókhaldi og hafa þær aldrei verið fleiri. Þar með talin eru öll ráðuneytin. Bókhaldið byggir á upplýsingum um umhverfisáhrif ríkisstofnana og nær nú til u.þ.b. 10.000 starfsmanna ríkisins. Með bættum skilum á grænu bókhaldi verður auðveldara að leggja mat á heildarumhverfisáhrif og losun gróðurhúsalofttegunda vegna reksturs ríkisstofnana.  Auk þess að […]

FSR með tvö Græn skref

Framkvæmdasýsla ríkisins, innilega til hamingju með flottan árangur í Grænu skrefunum. Á einu ári eru þau búin að innleiða tvö skref svo til áreynslulaust, allavega eins og þetta lítur út fyrir okkur hin. 

Notað eða nýtt?

Nú er Öskudagur handan við hornið og þá förum við mörg að gramsa í kössum en aðrir fara beint út í búð og kaupa nýjan búning fyrir tilefnið. Ef hluti stemmingarinnar er að kaupa nýjan búning eða okkur vantar búning, þá hvetjum við fólk til að kíkja í Rauðakrossbúðirnar við Hlemm, Mjódd og í Hafnarfirði […]

FJR með þrjú skref

Fjármála- og efnahagsráðuneytið lauk nýverið við innleiðingu á öðru og þriðja Græna skrefinu. Innilega til hamingju með árangurinn.

LBS-HBS komin með fyrsta Græna skrefið

Landsbókasafn Íslands- Háskólabókasafn hafa fengið viðurkenningu fyrir innleiðingu fyrsta Græna skrefsins. Þau eru vel að þessu komin og meira en það en nýtni og nægjusemi er allsráðandi hjá þeim. Umbúðir s.s. pappakassar eru nýttir, húsgögn eru bólstruð og lagfærð ásamt því að þau eru enn að nota um aldargömul tæki fyrir varðveislu á bókum og […]

Ferðamálastofa með fyrsta Græna skrefið

Ferðamálastofa hefur verið að vinna með umhverfismál í töluverðan tíma enda bjóða þau sjálf ferðaþjónustuaðilum uppá þátttöku í gæða- og umhverfiskerfinu Vakanum. Ferðamálstofa er því enginn nýgræðingur í umhverfismálum þó að eins og hjá flestum megi skerpa á ýmsum hlutum. Innilega til hamingju með árangurinn og nú styttist í skref 2 hjá þeim. Myndin er […]

1 skref hjá Þjóðskrá á Akureyri

Nú eru báðar starfsstöðvar Þjóðskrár komnar með fyrsta Græna skrefið. Meiri umhverfisvitund og betri flokkun úrgangs er meðal þess sem hefur breyst hjá þeim við innleiðingu verkefnisins. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Fyrsta skref SAK

Sjúkrahúsið á Akureyri var að fá afhenta viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið. Þær eru margar áskoranirnar sem sjúkrahúsið þarf að takast á við þegar kemur að umhverfismálum og oft ekki hægt að ganga alla leið vegna heilbrigðissjónarmiða og smitleiða. En gengið er eins langt í að draga úr innkaupum á einnota borðbúnaði, flokkun úrgangs alls […]