Öll skrefin í höfn hjá Landsvirkjun

Landsvirkjun hefur nú lokið við að innleiða öll fimm Grænu skrefin í höfuðstöðvum sínum á Háaleitisbraut. Greinilegt er að bakvið metnaðarfullt umhverfisstarf Landsvirkjunar er samstilltur og drífandi hópur af öllum sviðum rekstursins sem lætur verkin tala og velta við hverjum steini. Við óskum Landsvirkjun innilega til hamingju með áfangann!

Grn skref Landsvirkjun afhendingÁ myndinn eru frá vinstri: Ingvar Sigurðsson matreiðslumeistari; Sæmundur Pálsson og Kjartan Viðarsson umsjónarmenn hússins; Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir og Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir  umhverfisdeild; og Hildur Harðardóttir hjá Umhverfisstofnun.