GRÆN SKREF - GÁTLISTI (frá janúar 2021)
Smelltu til að hlaða niður skjalinu.
Hér er hægt að hlaða niður gátlistanum (Excel) með öllum skrefum og aðgerðum skrefanna, en þetta vinnuskjal er mikilvægt skjal til þess að halda utan um innleiðingu verkefnisins og Umhverfisstofnun fer yfir skjalið fyrir hverja úttekt.
Smelltu til að hlaða niður skjalinu.
Hér er hægt að hlaða niður plakati með hverju skrefi (PDF), en það er tilvalið efni sem leiðbeiningar til starfsmanna. Við mælum með því að hengja skrefin upp á vinnustaðnum á sýnilegum stað t.d. inni á kaffistofu eða birta þau á innri vef. Það getur reynst hvetjandi að leyfa starfsmönnum að fylgjast með verkefninu með því að merkja við þær aðgerðir sem búið er að framkvæma.
Hér er að finna ýmiskonar ítarefni sem nýst getur við innleiðingu verkefnisins.
Hér fyrir neðan er hægt að panta bæði borðstand og límmiða, þátttakendum að kostnaðarlausu. Borðstandurinn er tilvalinn í móttökuna til þess að kynna verkefnið fyrir gestum og límmiðarnir eru hugsaðir til þess að hjálpa starfsmönnum að vinna eftir skrefunum.