Mötuneyti til fyrirmyndar

Það er gaman að sjá hvað mörg mötuneyti eru farin að vanda til verka þegar kemur að matarsóun, endurvinnslu og að bjóða uppá græna valkosti og þ.a.l. minnka framboð af rauðu kjöti. Í mötuneyti Landsvirkjunar á Háaleitisbraut stendur Ingvar Sigurðsson kokkur vaktina. Ingvar er snillingur í því að fullnýta hráefni og hann sér til þess að allur úrgangur sem fellur til í eldhúsinu sé rétt flokkaður til endurvinnslu. Ingvar býður starfsfólki að taka með sér afganga heim í margnota matarílátum sem það kemur sjálft með. En þá afganga sem eftir verða hikar Ingvar ekki við að nýta í nýjan og girnilegan rétt. Restar gærdagsins verða því kræsingar á ný! Einnig er gaman að segja frá því að vegan úrvalið í hlaðborðinu rýkur út og eftirspurnin eykst stöðugt. Ingvar 1