Þátttakendur

94

Stofnanir

314

Starfsstöðvar

10955

Starfsmenn

88

Stofnanir sem skila grænu bókhaldi

Fréttir

Nýtt myndband Grænna skrefa

Nýtt kynningarmyndband Grænna skrefa er komið út. Myndbandið…

Grænt upplýsingaborð fyrir tengiliði Grænna skrefa

Við endurtökum leikinn og bjóðum tengiliðum Grænna skrefa…

Náttúruhamfaratrygging Íslands klárar skrefin fimm!

Náttúruhamfaratrygging Íslands skráðu sig til leiks í byrjun…
Lilja Alfreðsdóttir tekur við viðurkenningu Umhverfisstofnunar

Mennta- og menningarmálaráðuneytið klárar fimmta skrefið

Eitt af síðustu verkum Lilju Alfreðsdóttur sem Mennta- og…

Jólagjafir til starfsfólks

Nú er tæpur mánuður til jóla og stjórnendur stofnana og…

Nýtnin í fyrirrúmi hjá Úrvinnslusjóði

Úrvinnslusjóður lauk á dögunum fyrstu þremur skrefunum…

Nýtnivikan og uppfært vinnugagn

Evrópska Nýtnivikan hófst þann 20. nóvember og stendur yfir…

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra stíga tvö skref

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra steig…

Um Grænu skrefin

Verkefnið Græn skref er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins að vinna markvisst að umhverfismálum í skrifstofustarfssemi sinni. Skrefin eru alls fimm og unnið er eftir skýrum gátlistum.

Umhverfisstofnun sér um úttektir og utanumhald verkefnisins. Þegar fimmta og síðasta skrefinu er náð er endurmat framkvæmt á tveggja ára fresti. Verkefnið er frábær leið til þess að virkja starfsmenn og miðla fræðslu um umhverfis- og sjálfbærnimál.

Ferlið

  1. Stofnun skráir sig til leiks 
  2. Þriggja til fimm manna teymi skipað sem fer fyrir innleiðingu verkefnisins á vinnustaðnum
  3. Gátlista hlaðið niður hér
  4. Aðgerðir fyrsta skrefs (eða fleiri skrefa) uppfylltar – skoðið dæmi um vel útfylltan gátlista hér
  5. Útfylltur gátlisti sendur á umsjónarmenn Grænna skrefa hjá Umhverfisstofnun 
  6. Þegar umsjónarmenn telja a.m.k. 90% aðgerða uppfylltar er bókaður tími í úttekt
  7. Umsjónarmaður Grænna skrefa kemur í úttekt á vinnustað
  8. Umsjónarmaður Grænna skrefa kemur á vinnustað og afhendir viðurkenningaskjal