Þátttakendur

94

Stofnanir

314

Starfsstöðvar

10955

Starfsmenn

45

Stofnanir sem skila grænu bókhaldi

Fréttir

Flensborg tekur skrefin

Flensborgarskólinn í Hafnafirði hefur skráð sig til leiks…

Kvikmyndasafn Íslands gengur til liðs við Grænu skrefin

  Við bjóðum Kvikmyndasafn Íslands velkominn…

Velkomin, Sinfóníuhljómsveit Íslands!

Virkilega gaman að fá til leiks í Grænu skrefunum sjálfa…

Morgunverðarfundur fer fram í netheimum

Á miðvikudaginn ætlum við að hittast á morgunverðarfundi…

Fjölbrautaskóli Suðurnesja ætlar að feta Grænu skrefin

Það er frábært að sjá hversu margir framhaldsskólar hafa…

Íslandspóstur skráir sig til leiks

Við bjóðum Íslandspóst velkominn í Græn skref! Hjá…

100 skráðir til leiks í Græn skref!

Mikill áfangi hefur náðst en yfir 100 þátttakendur eru…

Skráning er hafin á morgunverðarfund Grænna skrefa

Þann 21. október næstkomandi boðum við til morgunverðarfundar…

Um Grænu skrefin

Verkefnið Græn skref er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins að vinna markvisst að umhverfismálum í skrifstofustarfssemi sinni. Skrefin eru alls fimm og unnið er eftir skýrum gátlistum.

Umhverfisstofnun sér um úttektir og utanumhald verkefnisins. Þegar fimmta og síðasta skrefinu er náð er endurmat framkvæmt á tveggja ára fresti. Verkefnið er frábær leið til þess að virkja starfsmenn og miðla fræðslu um umhverfis- og sjálfbærnimál.

Ferlið

  1. Stofnun skráir sig til leiks 
  2. Þriggja til fimm manna teymi skipað sem fer fyrir innleiðingu verkefnisins á vinnustaðnum
  3. Gátlista hlaðið niður hér
  4. Aðgerðir fyrsta skrefs (eða fleiri skrefa) uppfylltar
  5. Útfylltur gátlisti sendur á umsjónarmenn Grænna skrefa hjá Umhverfisstofnun 
  6. Þegar umsjónarmenn telja a.m.k. 90% aðgerða uppfylltar er bókaður tími í úttekt
  7. Umsjónarmaður Grænna skrefa kemur í úttekt á vinnustað
  8. Umsjónarmaður Grænna skrefa kemur á vinnustað og afhendir viðurkenningaskjal