Þátttakendur

94

Stofnanir

314

Starfsstöðvar

10955

Starfsmenn

124

Stofnanir sem skila grænu bókhaldi

Fréttir

Vinnustaðaplokk!

Nú styttist óðfluga í Stóra plokkdaginn sem haldinn verður…

Upptaka aðgengileg – fyrirlestur um áreiðanlegar umhverfisvottanir

Upptaka af fyrirlestrinum er nú aðgengileg á Youtube - sjá…

Skil á Grænu bókhaldi 1. apríl

Við minnum ykkur kæru Grænskrefungar á skil á Grænu bókhaldi,…

Kynningarefni um matarsóun

Nú höfum við birt kynningarefni um matarsóun undir vinnugögnum.…

Hver tróð þessa grænu slóð? Ánægjukönnun Grænna skrefa

Umhverfisstofnun hefur stýrt verkefninu Græn skref í ríkisrekstri…

Lógó sem sýna árangurinn

Lógó sem segja frá fjölda skrefa sem stigin hafa verið…

Búningaskiptimarkaður á vinnustaðnum

Ný styttist í Öskudaginn þann 22. febrúar og við í…

Upptaka og glærur frá Morgunfundi 2022

Við þökkum öllum þátttakendum og fyrirlesurum fyrir fróðleg…

Um Grænu skrefin

Verkefnið Græn skref er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins að vinna markvisst að umhverfismálum í skrifstofustarfssemi sinni. Skrefin eru alls fimm og unnið er eftir skýrum gátlistum.

Umhverfisstofnun sér um úttektir og utanumhald verkefnisins. Þegar fimmta og síðasta skrefinu er náð er endurmat framkvæmt á tveggja ára fresti. Verkefnið er frábær leið til þess að virkja starfsmenn og miðla fræðslu um umhverfis- og sjálfbærnimál.

Ferlið

  1. Stofnun skráir sig til leiks 
  2. Þriggja til fimm manna teymi skipað sem fer fyrir innleiðingu verkefnisins á vinnustaðnum
  3. Gátlista hlaðið niður hér
  4. Aðgerðir fyrsta skrefs (eða fleiri skrefa) uppfylltar – skoðið dæmi um vel útfylltan gátlista hér
  5. Útfylltur gátlisti sendur á umsjónarmenn Grænna skrefa hjá Umhverfisstofnun 
  6. Þegar umsjónarmenn telja a.m.k. 90% aðgerða uppfylltar er bókaður tími í úttekt
  7. Umsjónarmaður Grænna skrefa kemur í úttekt á vinnustað eða í gegnum Teams
  8. Skrefið er í höfn og stofnun fær sent viðurkenningarskjal. Við hvetjum ykkur til þess að fagna áfanganum 🙂