Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti með fjögur Græn skref

Í dag fengu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti viðurkenningu fyrir að hafa innleitt þriðja og fjórða Græna skrefið, einungis rúmu hálfu ári eftir innleiðingu fyrstu tveggja skrefanna. Umhverfismálin hafa verið tekin föstum tökum hjá ráðuneytunum og er verkefnið mjög sýnilegt innanhúss sem gerir starfsmönnum einfaldara fyrir að tileinka sér aðgerðir þess. Öflugt þriggja manna teymi fer fyrir innleiðingu Grænu skrefanna í ráðuneytunum tveimur og hafa þau m.a. staðið fyrir fræðslu um sorpflokkun og unnið að metnaðarfullum markmiðum um samdrátt í losun. Til hamingju með árangurinn!

Á myndinni eru Dagmar Huld Matthíasdóttir, Kristján Eiríksson og Þór G. Þórarinsson sem saman mynda umhverfisteymi ráðuneytanna beggja, Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis, Svanhvít Jakobsdóttir skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytis og Birgitta og Hólmfríður hjá Umhverfisstofnun.