Entries by gre

Kolefnissjóður MS

Menntaskólinn við Sund hefur stofnað sérstakan kolefnissjóð sem ætlað er að nota til að kolefnisjafna allar skipulagðar hópferðir á vegum skólans, bæði flug og akstur. Helsta losunin hjá skólanum er eins og hjá flestum ríkisstofnunum vegna samgangna en til þess að draga líka úr losun er verið að bæta aðstöðu fyrir þá sem koma hjólandi […]

Alþingi heldur áfram með skrefin

Fyrsti Alþingisdagurinn var haldinn nú á föstudaginn s.l. og var viðburðurinn fyrir bæði starfsmenn og þingmenn. Nú eru aðeins örfáir mánuðir síðan Alþingi fagnaði sínu fyrsta Græna skrefi og nú þegar er skref tvö innleitt hjá þeim. Þau hafa gert virkilega vel í innleiðingu á verkefninu og gert margar breytingar í sínu innra starfi. Mikið […]

Hertar kröfur og endurmat á Grænum skrefum

Rúm fjögur ár eru liðin síðan verkefnið Græn skref í ríkisrekstri fór formlega af stað og hefur orðið jákvæð þróun á tímabilinu. Til að viðhalda gæðum verkefnisins þarf reglulega að uppfæra aðgerðir og kröfur sem ríkisstofnunum eru settar. Síðastliðið sumar var gert endurmat á Grænum skrefum í ríkisrekstri og kröfur verkefnisins hertar. Þar sem Umhverfisstofnun er […]

Fyrsta skrefið í höfn

Hafrannsóknastofnun fékk sitt fyrsta Græna skref afhent en þau höfðu um nokkurn tíma unnið að umhverfismálum en settu þau í skýrara ferli með Grænu skrefunum. Einnig eru skip Hafró í verkefninu sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. 

Mitt er þitt og þitt er mitt

Höldum hreinu í kringum okkur, það er fyrirtaks hreyfing og gott fyrir umhverfi og sálina að fara út og týna rusl. Það finnst allavega starfsmönnum Umhverfisstofnunar. 

Rafrænar áskriftir í ANR

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti réðst nýverið í það verkefni að draga úr magni blaða í áskriftum. Vigtaður var vikuskammtur af blöðum sem reyndist vera 7 kg. Árlega berst því um 370 kg af dagblöðum til ráðuneytisins. Starfsmenn ákváðu í sameiningu að afþakka öll dagblöð til ráðuneytisins en taka þess í stað upp rafrænar áskriftir sem starfsmenn hafa […]

Skattleysismörk fyrir samgöngusamninga hækkar

Ríkisskattstjóri hefur gert aðeins nánari útfærslu á samgöngugreiðslum og hefur hækkað skattleysismörk vegna þeirra í 8.000 kr. Skilyrðin eru þessi: Undirritaður sé formlegur samningur milli launagreiðanda og launþega og þarf nýting á þessum ferðamáta að vera í a.m.k. 80% af heildarfjölda ferða sé um fullan styrk að ræða, annars eftir hlufalli. Notaður sé umhverfisvænni samgöngumáti t.d. […]

Samdráttur í losun um 40%

Ríkisstjórnin hefur samþykkt loftslagsstefnu stjórnarráðsins. Í henni felst að öll ráðuneytin og Rekstrarfélag stjórnarráðsins ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030 og kolefnisjafna alla losun sem ekki verður dregið úr. Það ætla þau að gera með því að leggja sérstaka áherslu á flugferðir, ferðir starfsmanna til og frá vinnu, akstur á […]

Stjórnarráðið dregur úr einnota poka notkun

Stjórnarráðið vinnur nú að því að draga úr einnota plastpokanotkun hjá öllum ráðuneytunum og hefur Rekstrarfélagið fundið þessa lausn fyrir pappír til endurvinnslu. Í stað einnota plastpoka eru komnir taupoka sem eru svo notaðir aftur og aftur.