Entries by gre

Það er inn að vera í rusli

Við mælum með því fyrir alla vinnustaði sem vilja taka sorpflokkun föstum tökum að fá fræðslu frá sinni sorphirðuþjónustu. Starfsfólk Vinnumálastofnunar og Umhverfisstofnunar fékk nýverið kynningar frá Terra sem áður hét Gámaþjónustan. Mikil ánægja var með kynningarnar og gáfu fulltrúar Terra sér góðan tíma í að svara spurningum. Áhugavert verður að sjá hvort kynningarnar skili […]

Minni orkunotkun og aukið öryggi með vistakstri

Í skrefi tvö í Grænu skrefunum snýr ein aðgerð að vistakstri en hún hljóðar svona: „Starfsfólk okkar sem notar bíl mikið vegna vinnu sinnar hefur farið á vistakstursnámskeið“. Hér höfum við einnig hvatt stofnanir til að fá fyrirlestur um vistakstur fyrir allt starfsfólk enda fræðsla sem á sannarlega erindi við alla sem nota bíl, hvort […]

Skiptimarkaður á Umhverfisstofnun

Í tilefni Evrópsku nýtnivikunnar settu meðlimir teymis græns samfélags hjá Umhverfisstofnun upp skiptimarkað. Öllu starfsfólki býðst að koma með föt og hluti á markaðinn og taka svo það sem þeim líst vel á. Framtakið hefur gengið vonum framar og er fólk bæði duglegt að koma með hluti á markaðinn sem og að framlengja líf annarra […]

Nýtnivikan hefst laugardaginn 16. nóvember

Dagana 16.-24. nóvember næstkomandi stendur Evrópsk nýtnivika yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs. Þema þessa árs er fræðsla og miðlun um úrgangsmál undir slagorðinu Minni sóun – minna sorp. Fyrirtæki, stofnanir og almenningur eru hvött til þess að fræðast […]

Svanurinn og hringrásarhagkerfið

Ársfundur umhverfismerkisins Svansins fer fram á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 19. nóvember næstkomandi. Á fundinum verður áhersla á hringrásarhagkerfið, þau tækifæri sem liggja í því og hvernig Svanurinn styður fyrirtækin í þeirri vegferð. Við mælum eindregið með því að þátttakendur Grænna skrefa sendi fulltrúa á fundinn og fræðist um Svaninn, hringrásarhagkerfishugsunina, umhverfisstarf Krónunnar og viðhorf Íslendinga […]

Þrjár starfsstöðvar Isavia í Keflavík stíga skref

Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Þjónustuhús og Flugturn í Keflavík luku nú í sumar við Grænt skref númer tvö. Allar átta starfsstöðvar Isavia sem skráðar eru í Grænu skrefin hafa nú stigið tvö skref en Flugfjarskipti kláruðu öll fimm Grænu skrefin fyrir ári síðan. Hjá Isavia er unnið mjög metnaðarfullt umhverfisstarf og er í nógu að snúast […]

Fyrsta skref Vinnumálastofnunar

Fyrsta Græna skrefið hefur nú verið stigið í höfuðstöðvum Vinnumálastofnunar í Reykjavík. Stefnan er svo sett á landsbyggðina í framhaldinu en starfsstöðvar stofnunarinnar eru staðsettar vítt og breitt um landið. Umhverfisteymi Vinnumálastofnunar hefur gengið vasklega til verks og lagt áherslu á að kynna verkefnið vel fyrir starfsmönnum og taka flokkunarmálin föstum tökum. Á döfinni hjá […]

74 stofnanir skráðar til leiks

Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur nú skráð sig í verkefnið og er þar með 74. þátttakandi Grænna skrefa. Hjá stofnuninni starfa 570 starfsmenn á starfsstöðvum  á Akureyri, Blönduósi, Dalvík, Fjallabyggð, Húsavík og Sauðárkróki.Við hlökkum til vegferðarinnar með Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Umbra stígur skref 2 og 3

Umbra – þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins, áður Rekstrarfélag Stjórnarráðsins, hefur nú fengið viðurkenningu fyrir að stíga skref 2 og 3. Innleiðing Grænu skrefanna hefur gengið smurt fyrir sig hjá Umbru, enda umhverfisstarf þegar hafið hjá stofnuninni er hún skráði sig til leiks í verkefnið. Umbra sinnir upplýsingatæknimálum og ýmsum sameiginlegum rekstrarþáttum ráðuneytanna og hefur því tækifæri til […]

Héraðssaksóknari fyrsta undirstofnun Dómsmálaráðuneytis með Grænt skref

Í dag hlaut embætti Héraðssaksóknara viðurkenningu fyrir að stíga fyrsta Græna skrefið. Það er mikill metnaður fyrir verkefninu innanhúss og starfar öflugt þriggja manna teymi að innleiðingu þess. Það sem skiptir ekki síður máli er stuðningur yfirstjórnar sem svo sannarlega er til staðar hjá Héraðssaksóknara og auðveldar allar breytingar. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, sagðist við […]

Annað skref Hafrannsóknastofnunar

Við óskum Hafrannsóknastofnun til hamingju með að hafa lokið Grænu skrefi nr. 2 af 5. Lísa Anne Libungan á Uppsjávarlífríkissviði tók við skrefinu en hún situr í Umhverfisnefnd Hafró. Stofnunin sýnir vilja í verki og að eigin frumkvæði gróðursettu þau nú í vor 77 tré í Heiðmörk. Þar eiga þau reit sem þau kalla Brimgarð og gerðu starfsmenn og […]

Velkomin í hópinn, Fjársýsla ríkisins!

Fjársýsla ríkisins búin að stíga sitt fyrsta Græna skref! Þær Ragnheiður Gunnarsdóttir forstöðumaður og Vilborg Hólmjárn hafa umsjón með verkefninu og stefna á að klára annað skref fyrir áramót, enda góður stuðningur innhúss. Alveg til fyrirmyndar!  Á myndinni eru Hildur Harðardóttir, Umhverfisstofnun, ásamt Ragnheiði K. Gunnarsdóttur og Vilborgu Hólmjárn hjá Fjársýslu ríkisins.