Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Lyfjastofnun skráð til leiks

Lyfjastofnun er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðuneytið og þar starfa 75 manns. Helsta hlutverk hennar er að skrá lyf (gefa út markaðsleyfi fyrir lyf) á Íslandi í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit með lyfjaiðnaðinum á Íslandi og tryggja faglega og hlutlausa upplýsingagjöf til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda. Við bjóðum stofnunina velkomna til […]

Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra

Við bjóðum Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra velkominn í Grænu skrefin og hlökkum til samstarfsins! Fjölbrautarskólinn, sem staðsettur er á Sauðárkróki, var stofnsettur árið 1979 og  starfa þar 64 manns. Skólinn upp á bæði bóknám, iðnnám, starfsnám og fleira.

Verkmenntaskólinn á Akureyri þátttakandi í Grænum skrefum

Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) er einn af fjölmörgum framhaldsskólum sem hafa bæst við Grænu skrefin undanfarið. Skólinn sem tók til starfa árið 1984 býður bæði upp á stað- og fjarnám en við skólann starfa um 150 mans auk þeirra um það bil 1100 nemenda sem stunda þar nám. Starfsemi Verkmenntaskólans einkennist af námsframboði fyrir alla […]

Velkomin til leiks Fjölbrautaskóli Vesturlands

Við bjóðum Fjölbrautaskóla Vesturlands kærlega velkominn í Grænu skrefin. FVA var stofnaður 1977 og er bæði bók- og verknámsskóli. Boðið er upp á nám í málmiðngreinum, húsasmíði, rafvirkjun og á sjúkraliðabraut ásamt hefðbundnu bóknámi til stúdentsprófs. Sérstaða skólans felst í sterkum tengslum við atvinnulíf á svæðinu, persónulegri þjónustu, notalegu andrúmslofti og fjölbreyttu námsframboði. Við hlökkum […]

Framhaldsskólinn á Húsavík stígur Græna skrefið

Við bjóðum Framhaldsskólann á Húsavík hjartanlega velkominn í Grænu skrefin. Skólinn var stofnaður 1. apríl 1987 og er hann bóknámsskóli sem starfar eftir áfangakerfi.  Einkunnarorð skólans eiga vel við í mótun sjálfbærs samfélags, frumkvæði – samvinna – hugrekki, en það er akkúrat það sem þarf til. Hlökkum til að taka með ykkur skrefin!

Menntaskólinn í Reykjavík mættur til leiks

Við bjóðum Menntaskólann í Reykjavík velkominn til leiks í Grænu skrefunum. Það er alltaf ánægjulegt þegar stofnanir sem vinna að menntun framtíðarkynslóða hugsa um hag þeirra til lengri tíma og leggja sitt af mörkum til þess að vinna að umhverfisvænu samfélagi. Við hlökkum til að stíga Grænu skrefin með Menntaskólanum í Reykjavík.

Kynningarfundur um loftslagsstefnur ríkisaðila

Umhverfisstofnun býður til kynningarfundar um gerð loftslagsstefnu fyrir ríkisstofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins þann 23. september kl. 11-12. Á fundinum munu sérfræðingar á sviði loftslagsmála og græns samfélags fara yfir skyldu stofnana til að setja sér loftslagsstefnu (sjá 5. gr. c í loftslagslögum) og kynna leiðbeiningar Umhverfisstofnunar þess efnis, en þær má finna á […]

Veljum grænu leiðina

Í dag hefst Evrópsk samgönguvika og þema ársins er Veljum grænu leiðina!  Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum […]

Framhaldsskólinn á Laugum skráður til leiks

Við bjóðum Framhaldsskólann á Laugum velkominn í Grænu skrefin! Framhaldsskólinn á Laugum var stofnaður 1988 með sameiningu Héraðskólans og Húsmæðraskóla Þingeyinga en skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 þegar Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína. Hlökkum til að stíga skrefin með ykkur.    

Barnaverndarstofa stígur grænu skrefin

Barnaverndarstofa hefur nú skráð sig til leiks í Grænum skrefum. Starf Barnaverndarstofu felst einkum í því að vinna að samhæfingu og eflingu barnaverndarstarfs í landinu og vera ráðherra til ráðgjafar um stefnumótun í málaflokknum. Starfsmenn Barnaverndarstofu eru 109 talsins og við hlökkum mikið til að troða með þeim græna slóð.

Fjársýslan tekur við 3. skrefinu

Frá vinstri: Linda Einarsdóttir, Sunna Þórsdóttir, Hrannar Bogi Jónsson, Vilborg Hólmjárn, Stefanía Ragnarsdóttir, Hildur Harðardóttir hjá Umhverfisstofnun, Jóhann Halldórsson og Ragnheiður K. Gunnarsdóttir. Í dag tók græna teymi Fjársýslunnar við þriðja Græna skrefinu. Innleiðingin hefur gengið mjög vel fyrir sig en þau tóku á móti fyrsta skrefinu í september 2019 og stefna á að ljúka […]

Við bjóðum Fjölbrautaskóla Snæfellinga velkomin

Við bjóðum Fjölbrautaskóla Snæfellinga velkomin í Grænu skrefin! Fjölbrautaskóli Snæfellinga var stofnaður árið 2004 og hófst kennsla sama haust. Þau bjóða upp á metnaðarfull námsumhverfi þar sem komið er til móts við þarfir hvers og eins með sveigjanlegu skipulagi. Hjá Fjölbrautaskóla Snæfellinga starfa 33 starfsmenn og eru þau til húsa á Grundargötu 44 á Grundarfirði. […]