Framhaldsskólinn á Húsavík stígur Græna skrefið

Við bjóðum Framhaldsskólann á Húsavík hjartanlega velkominn í Grænu skrefin. Skólinn var stofnaður 1. apríl 1987 og er hann bóknámsskóli sem starfar eftir áfangakerfi.  Einkunnarorð skólans eiga vel við í mótun sjálfbærs samfélags, frumkvæði – samvinna – hugrekki, en það er akkúrat það sem þarf til. Hlökkum til að taka með ykkur skrefin!