Velkomin til leiks Fjölbrautaskóli Vesturlands

Við bjóðum Fjölbrautaskóla Vesturlands kærlega velkominn í Grænu skrefin.

FVA var stofnaður 1977 og er bæði bók- og verknámsskóli. Boðið er upp á nám í málmiðngreinum, húsasmíði, rafvirkjun og á sjúkraliðabraut ásamt hefðbundnu bóknámi til stúdentsprófs. Sérstaða skólans felst í sterkum tengslum við atvinnulíf á svæðinu, persónulegri þjónustu, notalegu andrúmslofti og fjölbreyttu námsframboði.

Við hlökkum til að stíga grænu skrefin með ykkur!