Verkmenntaskólinn á Akureyri þátttakandi í Grænum skrefum

Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) er einn af fjölmörgum framhaldsskólum sem hafa bæst við Grænu skrefin undanfarið.

Skólinn sem tók til starfa árið 1984 býður bæði upp á stað- og fjarnám en við skólann starfa um 150 mans auk þeirra um það bil 1100 nemenda sem stunda þar nám. Starfsemi Verkmenntaskólans einkennist af námsframboði fyrir alla nemendur, með áherslu á fjölbreytt nám, bæði í iðn- og tækninám ásamt hefðbundnu bóknámi.

Við hlökkum til að starfa með VMA og bjóðum nemendur og starfsfólk velkomið í Græns skref!