Menntaskólinn í Reykjavík mættur til leiks

Við bjóðum Menntaskólann í Reykjavík velkominn til leiks í Grænu skrefunum.

Það er alltaf ánægjulegt þegar stofnanir sem vinna að menntun framtíðarkynslóða hugsa um hag þeirra til lengri tíma og leggja sitt af mörkum til þess að vinna að umhverfisvænu samfélagi. Við hlökkum til að stíga Grænu skrefin með Menntaskólanum í Reykjavík.