Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Gleðileg jól!

Við hjá Grænu skrefunum og Umhverfisstofnun óskum ykkur gleðilegrar jólahátíðar. Það er ótrúlegur fjöldi skrefa sem við höfum stigið saman á árinu og við hlökkum til að taka saman lokatölurnar á milli jóla og nýjárs og telja þau öll saman. Njótið jólanna!

Evrópsk samgönguvika 16. – 22. september

Evrópska samgönguvikan hefst á morgun 16. september og stendur yfir til 22. september. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.  Græn skref hvetja alla vinnustaði til þess að nýta samgönguvikuna til að vekja athygli á vistvænum samgöngum og jafnvel gera eitthvað […]

Á fimmta þúsund umhverfisvænar breytingar hjá ríkinu

Starfsstöðvar ríkisstofnana hafa stigið 174 Græn skref á árinu.  Hvert skref inniheldur í kringum 30 til 40 aðgerðir svo  að baki þessum árangri liggi á fimmta þúsund umhverfisvænar aðgerðir, bæði stórar og smáar. Á meðal umbóta hjá stofnunum má nefna bætta aðstöðu fyrir hjólreiðafólk, mötuneyti sem auka framboð sitt af mat með lægra kolefnisspor, þátttöku […]

Kynningarfundur um ný hjálpargögn við gerð loftslagsstefnu

Umhverfisstofnun hefur útbúið tvö ný hjálpargögn sem nota má við gerð markmiðasetningar og aðgerðaáætlunar fyrir loftslagsstefnu. Annars vegar er um að ræða aðgerðabanka sem hefur að geyma dæmi um aðgerðir sem stofnanir geta valið úr og skiptast þær eftir losunarþáttum. Hins vegar er um að ræða excel skjal sem auðveldar stofnunum að nýta niðurstöður Græns […]

Menntaskólinn á Tröllaskaga komin með 5 skref

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur lokið við að stíga 5 Græn skref. Skólinn hlaut 1 skrefið árið 2018 og hefur síðan þá stigið skrefin jafnt og þétt. Menntaskólinn á Tröllaskaga er einnig Grænfánaskóli og leggur þar að auki upp úr því að miðla umhverfisþekkingu til nemenda sinna og starfsfólks og tekur þannig heildstætt á umhverfismálunum. Við […]

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar með fjögur skref

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar er komin með fjögur Græn skref. Stofnunin hefur tekið þátt í verkefninu frá því það var innleitt fyrst á meðal ríkisstofnanna og vinna aðgerðirnar af natni og vandvirkni. Við óskum þeim til hamingju með áfangann og hlökkum til að klára fimmta og síðasta skrefið með þeim!

Allar starfsstöðvar Landhelgisgæslu komnar með fyrsta skrefið

Í byrjun febrúar höfðu allar starfsstöðvar Landhelgisgæslu Íslands lokið við að stíga fyrsta Græna skrefið sitt. Umfangsmikil innleiðing og fræðsla hefur átt sér stað undanfarna mánuði í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli, um borð í báðum varðskipunum, á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og á skrifstofum Gæslunnar í Skógarhlíð 14. Samkvæmt starfsfólki Landhelgisgæslunnar sem halda utan um innleiðinguna […]

Umboðsmaður skuldara stígur Grænu skrefin

Umboðsmaður skuldara hefur skráð sig til leiks í Grænum skrefum. Megintilgangur embættisins er að bæta stöðu einstaklinga sem eiga í greiðsluerfiðleikum og auðvelda þeim að koma greiðslubyrði og skuldastöðu í ásættanlegt horf. Hjá Umboðsmanni skuldara starfa 17 einstaklingar og við hlökkum til að leiðbeina þeim í átt að umhverfisvænni skrifstofustarsemi og stíga með þeim Grænu […]

Allar stofnanir stígi Græn skref 2021

Það eru spennandi tímar í Grænu skrefunum og stefnir í að allar stofnanir verði komnar á fullt í umhverfisstarfi sínu á árinu. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að allar stofnanir ríkisins innleiði Græn skref í ríkisrekstri fyrir árslok 2021, eins og fram kemur bæði í loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og í fjárveitingabréfi til stofnananna. Í fjárveitingabréfi er […]

Grænt skref Skattsins

Fyrsta Græna skrefið hefur nú verið stigið hjá Skattinum. Það voru aðalstöðvarnar á Laugavegi sem reið á vaðið og kláraði fyrsta Græna skrefið af fimm í gær. Í kjölfarið munu aðrar starfsstöðvar stíga skrefið en Skatturinn starfar á 14 stöðum á landinu. Mikil áhersla hefur verið lögð á að vanda til verka og starfsmanni Grænna skrefa […]