Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Menntaskólinn í Reykjavík mættur til leiks

Við bjóðum Menntaskólann í Reykjavík velkominn til leiks í Grænu skrefunum. Það er alltaf ánægjulegt þegar stofnanir sem vinna að menntun framtíðarkynslóða hugsa um hag þeirra til lengri tíma og leggja sitt af mörkum til þess að vinna að umhverfisvænu samfélagi. Við hlökkum til að stíga Grænu skrefin með Menntaskólanum í Reykjavík.

Fataskiptimarkaður á vinnustaðnum

Í úttektum okkar og heimsóknum til stofnana Grænna skrefa höfum við oftar en einu sinni séð fataslá sem gegnir hlutverki skiptimarkaðar. Þessar slár eru annaðhvort settar upp tímabundið eða til lengri tíma en þar getur starfsfólk skipst á gullmolum úr fataskápnum. Þetta er frábært framtak sem við hvetjum fleiri til að taka upp enda eru […]

Fræðsla á mannamáli um losunarbókhald Íslands

Umhverfisstofnun fór nýlega af stað með fræðsluverkefnið Umhverfisvarpið. Um er að ræða rafræna fræðslu á vefnum þar sem sagt er frá hinum ýmsu verkefnum stofnunarinnar. Umhverfisvarp miðvikudagsins var helgað loftslagsmálum en í því kynntu sérfræðingar í teymi loftslags og loftgæða losunarbókhald Íslands sem snýr að gróðurhúsalofttegundum. Stiklað var á stóru um helstu niðurstöður losunarbókhaldsins, sem […]

Fjórða Græna skref Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun hefur nú fengið viðurkenningu fyrir 4. Græna skrefið sitt. Stofnunin sinnir stefnumótun, stjórnsýslu og leiðbeiningum um skipulag og framkvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda og vandaða byggð að leiðarljósi. Það styrkir trúverðugleika stofnunar sem vinnur að slíkum verkefnum þegar hlutirnir eru í lagi „heima fyrir“ og þess vegna frábært að sjá hve vel er vandað […]

Leiðbeiningar um gerð loftslagsstefnu komnar á vefinn 

Til að einfalda vinnu við gerð loftslagsstefnu hefur Umhverfisstofnun birt leiðbeiningar sem nálgast  má á vef Grænna skrefa.  Samkvæmt  lögum um loftslagsmál  ber Stjórnarráði Íslands, ríkisstofnunum og fyrirtækjum í meirihlutaeigu ríkis að setja sér loftslagsstefnu. Stefnan skal innihalda markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun ásamt aðgerðum til að ná markmiðunum.   Vilji hins opinbera er að fara fram með góðu fordæmi þegar […]

Menntaskólinn á Tröllaskaga stígur 3. skrefið

Menntaskólinn á Tröllaskaga hlaut nýverið viðurkenningu fyrir 3. Græna skrefið sitt og er því komin lengst allra skóla í verkefninu. Einkunnarorð skólans eru frumkvæði, sköpun og áræði og má með sanni segja að þau standi undir þeim í umhverfisstarfi skólans. Í úttekt Umhverfisstofnunar mátti sjá að skólinn horfir bæði til sinna beinu umhverfisáhrifa með það […]

Einnota borðbúnaður úr plasti heyri brátt sögunni til

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra mælti nýverið fyrir frumvarpi sem kveður á um bann við að setja tilteknar, algengar einnota plastvörur á markað. Þar á meðal er einnota borðbúnaður úr plasti. Eitt af markmiðum Grænna skrefa er að draga úr óþarfa sóun, meðal annars með því að hætta alfarið notkun á einnota borðbúnaði og […]

Hvert er uppáhalds blómið þitt?

Uppáhaldið okkar er Evrópublómið sem er eitt af þeim umhverfismerkjum sem við treystum og auðveldar okkur neytendum að velja vörur og þjónustu sem huga að umhverfinu og heilsu okkar. Í tilefni af Evrópudeginum sem haldinn er hátíðlegur á morgun 9. maí eru hér fimm staðreyndir um Evrópublómið: Evrópublómið er opinbert umhverfismerki ESB Blóminu var komið […]

Vorfundur Grænna skrefa

Senn líður að vorfundi Grænna skrefa, en hann verður haldinn í fjarfundi þann 20. maí næstkomandi kl. 14:00. Á fundinum verður farið yfir helstu fréttir af skrefunum, talað um Græna bókhaldið og gagnagáttina og sýnt hvernig nýja heimasíðan þjónar okkur við innleiðingu verkefnisins. Einnig verður farið yfir skyldu stofnana til að setja sér loftslagsstefnu (sjá […]

Ríkissáttasemjari stígur Grænu skrefin

Ríkissáttasemjari hefur nú skráð sig til leiks í Grænum skrefum. Starf Ríkissáttasemjara felst einkum í því að annast sáttastörf í vinnudeilum, fylgjast með stöðu og horfum á vinnumarkaði um land allt og skrásetja gildandi kjarasamninga. Fimm starfsmenn starfa hjá Ríkissáttasemjara og við hlökkum mikið til að troða með þeim græna slóð.