Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Lógó sem sýna árangurinn

Lógó sem segja frá fjölda skrefa sem stigin hafa verið eru nú aðgengileg hér neðst á vef Grænna skrefa. Um 115 stofnanir og 370 starfsstöðvar hafa stigið að minnsta kosti eitt skref og það er um að gera að segja frá árangrinum. Hægt er að setja lógóin í undirskriftir í tölvupóstum eða á vef vinnustaðarins. […]

Morgunfundur Grænna skrefa – dagskrá og hlekkur

Morgunfundur Grænna skrefa er í dag, þriðjudaginn 6. desember. Fundurinn er haldinn í salnum Gullteig á Grand hótel (upphaflega var hann auglýstur í Háteig). Fundurinn er ætlaður starfsmönnum vinnustaða sem taka þátt í Grænum skrefum fyrir ríkisaðila. Hlekkurinn inn á viðburðinn er hér.   Dagskrá: 09:05-09:20 Opnunarávarp Grænna skrefa Birgitta Steingrímsdóttir og Þorbjörg Sandra Bakke […]

Átaksverkefni lokið með 500 Grænum skrefum á einu ári

Nú er komið að tímamótum í Grænum skrefum en fyrir ári síðan voru tímabundið ráðnir í verkefnið þrír starfsmenn til þess að mæta aukinni eftirspurn stofnanna við aðstoð innleiðingar Grænna skrefa og vinnu við loftslagsstefnu. Þessa miklu eftirspurn má rekja til nokkurra þátta; vitundarvakningar í umhverfis- og loftslagsmálum og almenns áhuga á að gera betur […]

Fjölbrautaskóli Snæfellinga tekur fjórða skrefið

Fjölbrautaskóli Snæfellinga lauk úttekt á fjórða Græna skrefinu í ágúst og á því aðeins eitt skref eftir. Umhverfisstarf þeirra er fjölbreytt, en þau eru til dæmis með rafhleðslustöðvar fyrir rafbíla, gott úrval af lífrænum matvælum á kaffistofu starfsfólks og endurnýta notaða matarolíu í dýrafóður. Við óskum þeim innilega til hamingju með flottan árangur! Á myndinni […]

Jafnréttisstofa komin með þrjú skref

Jafnréttisstofa lauk í gær þriðja Græna skrefinu og heldur ótrauð áfram í vinnunni við það fjórða og fimmta. Okkur sem störfum við Grænu skrefin finnst alltaf gaman að komast í staðúttektir og sjá hvernig vinnustaðir útfæra ýmsar aðgerðir. Jafnréttisstofa hefur skipt öllum einnota batteríum út fyrir endurhlaðanleg batterí og eru með þetta einfalda kerfi til […]

Umboðsmaður skuldara lýkur fimmta skrefinu

Umboðsmaður skuldara hefur nú lokið við  fimmta og síðasta skrefið í verkefni Grænna skrefa í ríkisrekstri. Verkefnið hefur gengið vel og fær embættið hrós fyrir hversu hratt og vel var unnið að innleiðingu skrefanna fimm, eftir að vinna við innleiðinguna hófst. Embættið fékk fyrsta skrefið staðfest þann 12.júlí 2021, annað skrefið í október, það þriðja […]

Fimmta skref Sýslumannsins á Suðurnesjum

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum lauk fimmta og síðasta skrefinu á dögunum. Meðal þess sem embættið hefur unnið að, er að vera með dagatal yfir umhverfisviðburði yfir árið. Sem dæmi má nefna að farið er í flokkunarátak árlega, úrgangur vigtaður og haldið upp á samgönguvikuna sem er í september. Það er góð hugmynd að útbúa umhverfisdagatal fyrir […]

Fimmta skref Náttúruminjasafns Íslands

Náttúruminjasafn Íslands steig í síðustu viku fimmta og síðasta skrefið. Stofnunin hefur lengi verið umhugað um umhverfismál og var því góður grunnur til staðar þegar vinna hófst við Grænu skrefin. Þó hefur stofnunin náð ýmsum sigrum síðan vinnan við Grænu skrefum, en til að mynda náðu þau 80% flokkunarhlutfalli samkvæmt Grænu bókhaldi 2021, sem er […]

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra kominn með fimm skref

Fyrr í júlí kláraði Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra úttekt á fimmta og síðasta skrefinu. Síðan vinnan hófst við skrefin hjá embættinu hafa þau náð frábærum árangri og sést það vel þegar litið er á Græna bókhaldið. Þar er helst að nefna flokkun sem hefur aukist umtalsvert, en þau hafa einnig dregið úr magni úrgangs í […]

Harpa komin með fimm Græn skref

Harpa hefur lokið fimmta og síðasta Græna skref og tók á móti viðurkenningu frá Umhverfisstofnun mánudaginn 4. júlí 2022. Til að ná skrefunum fimm hefur Harpa innleitt fjölmargar aðgerðir, meðal annars: Útbúið aðgerðaáætlun í loftlagsmálum fyrir árin 2022 – 2024, en með henni eru settar fram aðgerðir til þess að styðja við markmið um endurvinnsluhlutfall […]

Hreinsunaraðgerðir með aðkomu Landhelgisgæslunnar á Hornströndum

Í fjórða skrefi Grænna skrefa er ein aðgerð sem hljóðar svo: Við tökum þátt í stærri verkefnum sem snúa að umhverfisvernd s.s. strandhreinsun, Samgönguviku, Degi íslenskrar náttúru eða Degi umhverfisins, a.m.k einu sinni á ári.  Landhelgisgæsla Íslands getur merkt við þessa aðgerð með góðri samvisku, þar sem stofnunin tekur árlega þátt í hreinsunarverkefni samtakanna Hreinni […]