Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Átaksverkefni lokið með 500 Grænum skrefum á einu ári

Nú er komið að tímamótum í Grænum skrefum en fyrir ári síðan voru tímabundið ráðnir í verkefnið þrír starfsmenn til þess að mæta aukinni eftirspurn stofnanna við aðstoð innleiðingar Grænna skrefa og vinnu við loftslagsstefnu. Þessa miklu eftirspurn má rekja til nokkurra þátta; vitundarvakningar í umhverfis- og loftslagsmálum og almenns áhuga á að gera betur […]

Gleðileg jól!

Við hjá Grænu skrefunum og Umhverfisstofnun óskum ykkur gleðilegrar jólahátíðar. Það er ótrúlegur fjöldi skrefa sem við höfum stigið saman á árinu og við hlökkum til að taka saman lokatölurnar á milli jóla og nýjárs og telja þau öll saman. Njótið jólanna!

Evrópsk samgönguvika 16. – 22. september

Evrópska samgönguvikan hefst á morgun 16. september og stendur yfir til 22. september. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.  Græn skref hvetja alla vinnustaði til þess að nýta samgönguvikuna til að vekja athygli á vistvænum samgöngum og jafnvel gera eitthvað […]

Á fimmta þúsund umhverfisvænar breytingar hjá ríkinu

Starfsstöðvar ríkisstofnana hafa stigið 174 Græn skref á árinu.  Hvert skref inniheldur í kringum 30 til 40 aðgerðir svo  að baki þessum árangri liggi á fimmta þúsund umhverfisvænar aðgerðir, bæði stórar og smáar. Á meðal umbóta hjá stofnunum má nefna bætta aðstöðu fyrir hjólreiðafólk, mötuneyti sem auka framboð sitt af mat með lægra kolefnisspor, þátttöku […]

Hjálpargögn við gerð loftslagsstefnu

Samkvæmt lögum um loftslagsmál ber öllum ríkisaðilum að setja sér loftslagsstefnu fyrir árslok 2021. Stefnan skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð. Tilgangur loftslagsstefnu er að auðvelda ríkisaðilum að draga markvisst úr áhrifum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda af starfsemi sinni og vera til fyrirmyndar með […]

Sýslumaðurinn á Vesturlandi stígur annað skrefið

Á dögunum steig embætti Sýslumannsins á Vesturlandi annað Græna skrefið. Við óskum þeim kærlega til hamingju með flottan árangur! Til að ljúka öðru skrefinu kláruðu starfsmenn Sýslumannsins á Vesturlandi meðal annars að skila Grænu bókhaldi sem gaf þeim áætlun af losun gróðurhúsalofttegunda sem verður vegna þeirra starfsemi. Í kjölfarið settu þau sér loftslagsstefnu með mælanlegu […]

Kynningarfundur um ný hjálpargögn við gerð loftslagsstefnu

Umhverfisstofnun hefur útbúið tvö ný hjálpargögn sem nota má við gerð markmiðasetningar og aðgerðaáætlunar fyrir loftslagsstefnu. Annars vegar er um að ræða aðgerðabanka sem hefur að geyma dæmi um aðgerðir sem stofnanir geta valið úr og skiptast þær eftir losunarþáttum. Hins vegar er um að ræða excel skjal sem auðveldar stofnunum að nýta niðurstöður Græns […]

Kætumst meðan kostur er!

Stór hluti hugmyndafræði Grænna skrefa er að fagna hverjum áfanga og hvetjum við því alla þátttakendur til að gleðjast þegar skrefi er náð. Því miður hefur verið erfiðara að skipuleggja fögnuði undanfarna mánuði en okkar þátttakendur hafa heldur betur ekki dáið ráðalausir og sumir t.d. sent litla glaðninga til heimila starfsmanna sinna og aðrir notað […]

Fjölbrautaskóli Snæfellinga fær fyrsta skrefið

Fjölbrautaskóli Snæfellinga fékk fyrsta skrefið á dögunum og óskum við þeim kærlega til hamingju með árangurinn! Ýmsar breytingar voru gerðar vegna innleiðingar fyrsta skrefsins, sem dæmi má nefna nýja hjólaboga sem komu rétt í tæka tíð fyrir sumarið og Hjólað í vinnuna átakið sem við hvetjum alla vinnustaði til að taka þátt í.  

Menntaskólinn á Tröllaskaga komin með 5 skref

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur lokið við að stíga 5 Græn skref. Skólinn hlaut 1 skrefið árið 2018 og hefur síðan þá stigið skrefin jafnt og þétt. Menntaskólinn á Tröllaskaga er einnig Grænfánaskóli og leggur þar að auki upp úr því að miðla umhverfisþekkingu til nemenda sinna og starfsfólks og tekur þannig heildstætt á umhverfismálunum. Við […]

Sýslumaðurinn á Vesturlandi ryður brautina

Sýslumaðurinn á Vesturlandi hlaut fyrstur allra sýslumannsembætta sitt fyrsta græna skref þann 9. mars síðastliðinn. Hjá sýslumanninum á Vesturlandi starfa 18 starfsmenn á fimm starfsstöðvum, það eru skrifstofur á Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, og tvö útibú í Búðardal og Snæfellsbæ (Hellissandi). Starfsmenn skrifstofu sýslumanns á Vesturlandi hafa sýnt fram á að innleiðing Grænna skrefa getur tekið […]

Umboðsmaður barna hefur stigið fyrsta skrefið

Umboðsmaður barna hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir að hafa lokið fyrsta græna skrefinu. Hjá Umboðsmanni barna starfa 5 starfsmenn sem skráðu þau sig til leiks í loks árs 2020 og voru ekki lengi að framkvæma aðgerðir fyrsta skrefsins og byrja á næstu skrefum. Við heyrum stundum að það taki því ekki fyrir vissa vinnustaði að […]