Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Samræmdar merkingar í sorpflokkun

Loksins er komið samræmt flokkunarkerfi á íslensku! Við hvetjum stofnanir sem og aðra til nýta sér samræmdar merkingar fyrir flokkunina sína. Fagráð um endurnýtingu og úrgang (Fenúr) hefur þýtt og staðfært samræmt norrænt merkingakerfi fyrir flokkun úrgangs. Merkingarnar byggja á dönskum úrgangsmerkingum og norrænu samstarfi um samræmdar merkingar í úrgangsmálum. Eins og fram kemur í […]

Mennta- og menningarmálaráðuneytið stígur 3. og 4. skrefið

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hlaut í dag þriðja og fjórða Græna skrefið sitt. Mikill metnaður hefur verið lagður í vinnuna við Grænu skrefin undanfarna mánuði og því mikil gleði sem ríkti í innleiðingarhópnum þegar þetta var orðið staðfest. Það er gott þegar ráðuneyti ná áföngum eins og þessum enda mikilvægt að þau séu góð fyrirmynd fyrir […]

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum með fyrsta skrefið

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur nú stigið sitt fyrsta skref bæði á skrifstofu sinni og í starfsaðstöðu í þjóðgarðinum sjálfum. Viðurkenningarathöfn fór fram í fjarfundi og kom þar fram að þetta er mikilvægt skref fyrir starfsemina. Við óskum þeim til hamingju og vitum að næsta skref er rétt handan við hornið.      

Menntaskólinn á Tröllaskaga með fjögur skref

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur nú lokið við fjögur Græn skref. Menntaskólinn leggur mikið upp úr því að vera framarlega á sviði umhverfismála og vinnur flott umhverfisstarf í bæði Grænum skrefum og Grænfánanum. Í starfi sínu horfir skólinn til sinna beinu umhverfisáhrifa með það að marki að draga úr þeim en leggur einnig mikið uppúr umhverfisfræðslu […]

Háskólinn á Akureyri stígur tvö Græn skref

Háskólinn á Akureyri lauk í dag við fyrsta og annað Græna skrefið og var því fagnað í viðurkenningarathöfn sem fór fram í gegnum vefinn. Það er komin hefð fyrir því að hafa umhverfismálin á bak við eyrað í starfi skólans en Grænu skrefin eru ágætis viðbót við það sem þegar hefur unnist. Fram kom í […]

Tryggingastofnun komin með þrjú skref

Tryggingastofnun hlaut nýlega viðurkenningu fyrir 2. og 3. Græna skrefið sitt. Stofnunin skipti nýlega um húsnæði og voru Grænu skrefin höfð til hliðsjónar í því ferli, sem kemur vel út fyrir umhverfisstarfið. Það er mikill kraftur í þeim starfsmönnum sem sjá um innleiðingu svo það verður gaman að fylgjast með næstu skrefum hjá þeim. Við […]

Menntaskólinn við Hamrahlíð og Grænu skrefin

Við bjóðum Menntaskólann við Hamrahlíð velkominn í Græn skref! Skólinn hefur sett sér markmið um að efla umhverfisvitund í starfi sínu meðal annars með því að: stuðla að ábyrgri afstöðu til náttúrulegra gæða og auðlindanýtingar, glæða skilning á vistkerfum og sjálfbærri þróun, skapa tækifæri til útivistar í íslenskri náttúru, tengja umhverfismál við sögu og menningu […]

Grænar gjafir  

Á morgunverðarfundi Grænna skrefa spratt upp umræða um umhverfisvænar gjafir. Í þessu samhengi var til dæmis verið að velta því fyrir sér hvað væri græn jólagjöf frá vinnustaðnum til starfsmanna, þakklætisvottur til samstarfsaðila eða umhverfisvænn varningur eins og algengt er að gefa á t.d. ráðstefnum og kynningum (í dag er algengt að sjá buff, penna o.s.frv).  […]

Menntaskólinn á Akureyri bætist í hópinn

Við bjóðum Menntaskólann á Akureyri velkominn til leiks. Í núgildandi umhverfisstefnu skólans stendur meðal annars „[k]eppa skal markvisst að því að starfsemi og rekstur skólans sé svo umhverfisvænn sem kostur er“ sem rímar vel við Grænu skrefin og verður góður grunnur að byggja á í starfinu sem framundan er. Við hlökkum til samstarfsins!

Flensborg tekur skrefin

Flensborgarskólinn í Hafnafirði hefur skráð sig til leiks í Grænum skrefum og bætist þar með í stóran hóp framhaldsskóla sem bæst hafa í hópinn undanfarið. Við hlökkum til samstarfsins og óskum skólanum velfarnaðar á grænni og vænni braut.