Framhaldsskólinn á Laugum skráður til leiks

Við bjóðum Framhaldsskólann á Laugum velkominn í Grænu skrefin!

Framhaldsskólinn á Laugum var stofnaður 1988 með sameiningu Héraðskólans og Húsmæðraskóla Þingeyinga en skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 þegar Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína.

Hlökkum til að stíga skrefin með ykkur.