Barnaverndarstofa stígur grænu skrefin

Barnaverndarstofa hefur nú skráð sig til leiks í Grænum skrefum. Starf Barnaverndarstofu felst einkum í því að vinna að samhæfingu og eflingu barnaverndarstarfs í landinu og vera ráðherra til ráðgjafar um stefnumótun í málaflokknum.

Starfsmenn Barnaverndarstofu eru 109 talsins og við hlökkum mikið til að troða með þeim græna slóð.