Met skil á grænu bókhaldi

34 stofnanir skila nú grænu bókhaldi og hafa þær aldrei verið fleiri. Þar með talin eru öll ráðuneytin. Bókhaldið byggir á upplýsingum um umhverfisáhrif ríkisstofnana og nær nú til u.þ.b. 10.000 starfsmanna ríkisins. Með bættum skilum á grænu bókhaldi verður auðveldara að leggja mat á heildarumhverfisáhrif og losun gróðurhúsalofttegunda vegna reksturs ríkisstofnana. 

Auk þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum geta verkefnin nýst til að bæta ímynd stofnana, starfsánægja eykst vegna jákvæðra samfélagsáhrifa, tækifæri til sparnaðar og hagræðingar skapast og svo mætti lengi telja.