LBS-HBS komin með fyrsta Græna skrefið

Landsbókasafn Íslands- Háskólabókasafn hafa fengið viðurkenningu fyrir innleiðingu fyrsta Græna skrefsins. Þau eru vel að þessu komin og meira en það en nýtni og nægjusemi er allsráðandi hjá þeim. Umbúðir s.s. pappakassar eru nýttir, húsgögn eru bólstruð og lagfærð ásamt því að þau eru enn að nota um aldargömul tæki fyrir varðveislu á bókum og handritum.