Fyrsta skref SAK

Sjúkrahúsið á Akureyri var að fá afhenta viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið. Þær eru margar áskoranirnar sem sjúkrahúsið þarf að takast á við þegar kemur að umhverfismálum og oft ekki hægt að ganga alla leið vegna heilbrigðissjónarmiða og smitleiða. En gengið er eins langt í að draga úr innkaupum á einnota borðbúnaði, flokkun úrgangs alls staðar sem það er hægt og efnanotkun í lágmarki. Umhverfisvitund er mikil meðal starfsmanna, nýtni og endurnotkun líka. T.d. eru ekki keypt húsgögn og innréttingar fyrr en búið er að ganga úr skugga um að ekki sé lengur hægt að gera við, bólstra, mála eða skipta um íhluti lengur. Einnig er töluvert um það að þegar hlutir eiga sér ekki framhaldslíf á SAK þá fá starfsmenn þá til endurnotkunar. Hlökkum til að fylgjast með þeim áfram.