Notað eða nýtt?

Nú er Öskudagur handan við hornið og þá förum við mörg að gramsa í kössum en aðrir fara beint út í búð og kaupa nýjan búning fyrir tilefnið. Ef hluti stemmingarinnar er að kaupa nýjan búning eða okkur vantar búning, þá hvetjum við fólk til að kíkja í Rauðakrossbúðirnar við Hlemm, Mjódd og í Hafnarfirði en þar eru til sölu allskonar notaðir en heilir búningar. Við þurfum kannski ekki að kaupa búning sem við ætlum svo bara að nota 1-2 sinnum eða hvað?