Ferðamálastofa með fyrsta Græna skrefið

Ferðamálastofa hefur verið að vinna með umhverfismál í töluverðan tíma enda bjóða þau sjálf ferðaþjónustuaðilum uppá þátttöku í gæða- og umhverfiskerfinu Vakanum. Ferðamálstofa er því enginn nýgræðingur í umhverfismálum þó að eins og hjá flestum megi skerpa á ýmsum hlutum. Innilega til hamingju með árangurinn og nú styttist í skref 2 hjá þeim. Myndin er af starfsmannahópunum á Akureyri en báðar starfsstöðvar hafa lokið fyrsta skrefinu. 

Snorri Valsson tók á móti viðurkenningunni á starfsstöðinni þeirra í Reykjavík.