Nýtni er ekki bara skraut hjá ML

Menntaskólinn á Laugarvatni tekur nýtni og nægjusemi mjög hátíðlega og er sú hugsjón gegnumgangandi í öllum rekstri þeirra. Auk þess eru þau með mjög virka umhverfiskennslu fyrir nemendur sem fá að taka virkan þátt í rannsóknum og verkefnum sem tengjast umhverfismálum. Auk þess er menntaskólinn skóli á Grænni grein og hefur flaggað Grænfánanum síðan 2011.