Entries by Birgitta Steingrímsdóttir

Búningaskiptimarkaður á vinnustaðnum

Ný styttist í Öskudaginn þann 22. febrúar og við í Grænu skrefunum hvetjum ykkur til að setja upp búningaskiptimarkað af því tilefni. Í skrefi 4 er ein aðgerð sem snýr sérstaklega að skiptimörkuðum en með slíku framtaki gerum við okkar besta til að framlengja líftíma hlutanna okkar: Við höfum sett upp skiptistöð (borð og/eða fataslá) […]

Upptaka og glærur frá Morgunfundi 2022

Við þökkum öllum þátttakendum og fyrirlesurum fyrir fróðleg erindi og samtöl á morgunfundinum okkar í desember síðastliðnum. Hér að neðan má nálgast upptöku af fundinum, upptakan hófst aðeins of seint svo upphafserindi um stöðu Grænna skrefa vantar sem og fyrstu mínútur af erindi Sigurðar um umhverfisáhrif matvæla. Ef upptakan er opnuð á YouTube er auðveldara […]

Skráning er hafin á morgunfund

Nú styttist í morgunfundinn okkar þann 6. desember og hlökkum við mikið til að hitta ykkur og spjalla um verkefnið og umhverfismálin. Skráning hér. Við biðjum ykkur öll um að skrá ykkur, hvort sem þið takið þátt á staðnum eða í fjarfundi. Frítt inn og allir velkomnir – endilega sendið boðið áfram innan ykkar vinnustaðar. […]

Morgunfundur Grænna skrefa 6. desember

Nú líður senn að árlegum morgunfundi okkar og hlökkum við mikið til að sjá ykkur sem flest á Grand hótel Reykjavík þann 6. desember næstkomandi milli kl. 9 og 12. Að sjálfsögðu verður einnig boðið upp á þátttöku í gegnum fjarfund. Frítt inn og allir áhugasamir þátttakendur velkomnir. Á fundinum munum við segja ykkur frá […]

Um hvað snýst 5. skref Grænna skrefa?

5. skref Grænna skrefa er mjög ólíkt hinum fjórum. Megintilgangur 5. skrefsins er að tryggja að stofnunin viðhaldi öflugu umhverfisstarfi eftir að öll skrefin hafa verið uppfyllt. Með því að fylgja aðgerðum 5. skrefsins geta stofnanir byggt upp umhverfisstjórnunarkerfi sem er aðlagað daglegum rekstri. Aðgerðirnar eru einfölduð útgáfa af ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfinu og því er […]

3 skref í höfn hjá Vatnajökulsþjóðgarði

Í dag fékk Vatnajökulsþjóðgarður formlega afhenta viðurkenningu fyrir 3. Græna skrefið. 8 starfsstöðvar þjóðgarðsins taka þátt í innleiðingu verkefnisins og eru Grænu maurarnir eins og þeir kalla sig duglegir að hittast og fara yfir málin, en hópurinn samanstendur af tengiliðum hverrar starfsstöðvar. Umhverfismálin eru alls ekki ný af nálinni í Vatnajökulsþjóðgarði en eins og kom […]

Vinnumálastofnun í Reykjavík stígur 2. skrefið

Nú fyrir helgi fékk Vinnumálastofnun í Kringlunni Reykjavík afhenta viðurkenningu fyrir að hafa innleitt skref 2. Afhendingin fór fram á Teams og þar kom fram hversu frábært það er að starfsmenn hafi náð að keyra verkefnið áfram á afar krefjandi tímum. Þið megið sannarlega vera stolt af ykkur! Í þessum fasa verkefnisins hefur verið lögð […]

Upptaka og glærur af kynningarfundi um nýjan gátlista

Í gær, 13. janúar, héldum við kynningarfund á Teams um nýjan gátlista en hann finnið þið efst undir Vinnugögn. Fundarglærur eru hér. Á fundinum kom eftirfarandi fram varðandi það hvernig við skiptum yfir í nýja gátlistann: Ekki þarf að vinna þau skref sem nú þegar eru í höfn samkvæmt nýjum gátlista Best er að byrja […]

Spörum orkuna yfir jólin

Við hvetjum ykkur til að senda hvatningu til starfsfólks um að spara orkuna á skrifstofunni um jólin. Þið getið útbúið eigin hvatningu eða endurnýtt þessa frá okkur: Það eru eflaust margir sem vinna alfarið heima þessa dagana en þá er a.m.k. gott að þeir fái áminningu um að slökkva alveg á tölvum og skjám og […]

Menntasjóður námsmanna stígur 1. skrefið

Menntasjóður námsmanna skráði sig til leiks í Grænu skrefin í lok ágúst og hefur nú fengið viðurkenningu fyrir innleiðingu á 1. skrefinu. Eins og fram kom í ávarpi Hrafnhildar framkvæmdarstjóra hefur verið hugað að umhverfismálunum hjá Menntasjóðnum um langt skeið og margar aðgerðir í fyrsta skrefi reyndust nú þegar uppfylltar þegar á hólminn var komið. […]

Umboðsmaður barna stígur Grænu skrefin

Við heyrum stundum að það taki því ekki fyrir vissa vinnustaði að taka þátt í Grænu skrefunum sökum smæðar. En staðreyndin er sú að allur rekstur hefur einhver áhrif á umhverfið; starfsmenn þurfa að ferðast til og frá vinnu og jafnvel í vinnu, við þurfum rafmagn og hita, kaupum vörur, borðum mat og starfseminni fylgir […]

Upptaka og glærur af fyrirlestri um lífræna framleiðslu

Þann 2. desember hélt Berglind Häsler, verkefnastjóri Lífræns Íslands, fyrirlestur fyrir þátttakendur Grænna skrefa á Teams. Erindið var afar áhugavert og vel sótt og ljóst að stofnanir hins opinbera geta gengt veigamiklu hlutverki þegar kemur að því að greiða götu lífrænnar framleiðslu með því að búa til eftirspurn eftir slíkum vörum. Eins og Berglind kom inn […]