Entries by Birgitta Steingrímsdóttir

HMS með sitt fyrsta Græna skref

Starfsstöðvar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) í Borgartúni og á Sauðárkróki fengu í dag afhenta viðurkenningu fyrir að hafa stigið fyrsta Græna skrefið. HMS tók til starfa nú í ársbyrjun við sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðarlánasjóðs. Stuttu síðar skráði hin nýja stofnun sig til leiks í Grænu skrefin og ekki leið langur tími þar til aðgerðir fyrsta […]

Listi yfir umhverfisvottuð gistirými og fundaraðstöðu

Í Grænu skrefunum leggjum við áherslu á að stofnanir velji umhverfisvottuð gistirými og fundaraðstöðu, bæði hérlendis og erlendis. Með því drögum við úr umhverfisáhrifum af viðburðum og ferðum á vegum stofnunarinnar og styðjum við fyrirtæki sem standa sig vel í umhverfismálum. Eftirfarandi aðgerðir má finna í flokknum Viðburðir og fundir í skrefi 3 og 4: Við […]

Héraðssaksóknari með sitt 2. Græna skref

Embætti Héraðssaksóknara fékk á dögunum viðurkenningu fyrir 2. Græna skrefið. Meðal þeirra verkefna unnið hefur verið að undanfarið er efling hjólreiðamenningar en starfsmenn tóku m.a. þátt í Hjólað í vinnuna nú í vor og fékk embættið bronsvottun Hjólafærni í júníbyrjun. Héraðssaksóknari var ein þeirra stofnana sem skilaði inn Grænu bókhaldi í ár og setti sér […]

3. og 4. skrefið í höfn hjá Ríkiskaupum

Ríkiskaup hafa nú fengið viðurkenningu fyrir að ljúka innleiðingu á skrefi 3 og 4. Ríkiskaup voru með fyrstu stofnunum til að skrá sig til leiks í verkefnið árið 2014 og hefur markvisst verið unnið að umhverfismálunum þar allar götur síðan. Stofnunin hefur lagt sig fram við að fræða starfsmenn um umhverfismál en ekki síður að […]

Þarf þín stofnun viðbótarskilafrest vegna Græns bókhalds?

Skilafrestur vegna Græns bókhalds var 1. júní síðastliðinn. Við viljum endilega að sem flestir skili inn svo ekki hika við að heyra í okkur ef þið þurfið viðbótarskilafrest, þið getið annaðhvort sent póst á graenskref@graenskref.is eða birgittasteingrims@ust.is. Við minnum á að Græna bókhaldinu er nú skilað í Gagnagátt Umhverfisstofnunar. Gangi ykkur vel!

Fjölbrautaskólinn við Ármúla með 1. skrefið

Í gær fékk Fjölbrautaskólinn við Ármúla (FÁ) afhenta viðurkenningu fyrir að hafa lokið við 1. Græna skrefið. Umhverfismálin eru ekki ný af nálinni í FÁ en skólinn var til að mynda fyrsti framhaldsskólinn til að hljóta Grænfánann og það árið 2006. Hugað er að umhverfinu bæði í rekstri sem og kennslu og hefur skólinn sett […]

Óskað eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2020. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Viðurkenningin er hluti af aðgerðum umhverfis- og auðlindaráðherra til að draga úr neikvæðum áhrifum plastnotkunar. Henni er ætlað að draga fram það sem vel er gert og hvetja […]

Upptaka og glærur frá Vorfundi

Vorfundur Grænna skrefa fór fram á Teams þann 20. maí síðastliðinn. Þátttaka var afar góð en um 100 manns sóttu fundinn. Nú þegar við höfum prófað þennan vettvang til miðlunar sjáum við fram á að nýta hann enn betur til að koma upplýsingum um verkefnið á framfæri. Líkt og komið var inná á fundinum hvetjum […]

Skrifstofur Landspítala stíga tvö Græn skref

Skrifstofur Landspítala í Skaftahlíð hafa nú stigið fyrstu tvö Grænu skrefin. Á Landspítala hefur öflugt umhverfisstarf verið unnið um árabil og gekk innleiðing Grænu skrefanna vel og örugglega fyrir sig í Skaftahlíðinni. Líkt og kemur fram á heimasíðu spítalans er Landspítali einn stærsti vinnustaður landsins með rúmlega 5 þúsund starfsmenn og starfsemin umfangsmikil og fjölbreytt. Undanfarin […]

Skilafrestur vegna Græns bókhalds er 1. júní 2020

Þessa dagana standa yfir skil á Grænu bókhaldi vegna ársins 2019. Bókhaldinu er skilað í Gagnagátt Umhverfisstofnunar og er skilafrestur þann 1. júní næstkomandi. Þær stofnanir sem vilja geta einnig haldið utan um bókhaldið í excel vinnuskjali sem hala má niður hér á síðunni. Tengiliðir Grænna skrefa eru allir komnir með aðgang að Gagnagáttinni og […]

3. og 4. Græna skrefið í höfn hjá Alþingi

Tæpu ári eftir að hafa tekið við viðurkenningu fyrir 2. Græna skrefið tóku Forseti Alþingis, yfirstjórn skrifstofu og fulltrúi umhverfisnefndar á móti viðurkenningu fyrir að hafa lokið innleiðingu á 3. og 4. skrefinu. Það fer ekki á milli mála að á Alþingi er unnið afar öflugt umhverfisstarf og mikill hugur í starfsfólki að gera sitt […]

Nýtt útlit og ný heimasíða

Grænu skrefin hafa nú fengið andlitslyftingu með tilkomu nýs útlits og nýrrar heimasíðu. Á heimasíðunni má nálgast helstu upplýsingar um verkefnið; forsögu þess, markmið, ávinning, skrefin sjálf, þátttakendur, Grænt bókhald og vinnugögn. Við höfum einnig bætt við síðu þar sem við svörum algengum spurningum undir Spurt og svarað og svo má nálgast góð ráð undir […]