Entries by Birgitta Steingrímsdóttir

Upptaka og glærur af kynningarfundi um nýjan gátlista

Í gær, 13. janúar, héldum við kynningarfund á Teams um nýjan gátlista en hann finnið þið efst undir Vinnugögn. Fundarglærur eru hér. Á fundinum kom eftirfarandi fram varðandi það hvernig við skiptum yfir í nýja gátlistann: Ekki þarf að vinna þau skref sem nú þegar eru í höfn samkvæmt nýjum gátlista Best er að byrja […]

Spörum orkuna yfir jólin

Við hvetjum ykkur til að senda hvatningu til starfsfólks um að spara orkuna á skrifstofunni um jólin. Þið getið útbúið eigin hvatningu eða endurnýtt þessa frá okkur: Það eru eflaust margir sem vinna alfarið heima þessa dagana en þá er a.m.k. gott að þeir fái áminningu um að slökkva alveg á tölvum og skjám og […]

Menntasjóður námsmanna stígur 1. skrefið

Menntasjóður námsmanna skráði sig til leiks í Grænu skrefin í lok ágúst og hefur nú fengið viðurkenningu fyrir innleiðingu á 1. skrefinu. Eins og fram kom í ávarpi Hrafnhildar framkvæmdarstjóra hefur verið hugað að umhverfismálunum hjá Menntasjóðnum um langt skeið og margar aðgerðir í fyrsta skrefi reyndust nú þegar uppfylltar þegar á hólminn var komið. […]

Umboðsmaður barna stígur Grænu skrefin

Við heyrum stundum að það taki því ekki fyrir vissa vinnustaði að taka þátt í Grænu skrefunum sökum smæðar. En staðreyndin er sú að allur rekstur hefur einhver áhrif á umhverfið; starfsmenn þurfa að ferðast til og frá vinnu og jafnvel í vinnu, við þurfum rafmagn og hita, kaupum vörur, borðum mat og starfseminni fylgir […]

Upptaka og glærur af fyrirlestri um lífræna framleiðslu

Þann 2. desember hélt Berglind Häsler, verkefnastjóri Lífræns Íslands, fyrirlestur fyrir þátttakendur Grænna skrefa á Teams. Erindið var afar áhugavert og vel sótt og ljóst að stofnanir hins opinbera geta gengt veigamiklu hlutverki þegar kemur að því að greiða götu lífrænnar framleiðslu með því að búa til eftirspurn eftir slíkum vörum. Eins og Berglind kom inn […]

Fyrirlestur um lífræna framleiðslu

Í næstu viku ætlar Berglind Häsler, verkefnastjóri Lífræns Íslands, að vera með erindi fyrir okkur í Grænu skrefunum á Teams. Berglind ætlar að ræða stöðu og horfur lífrænnar framleiðslu á Íslandi. Fjölmargar erlendar rannsóknir sýna fram á ágæti lífrænnar ræktunar – fyrir umhverfið og lýðheilsu. Í samræmi við það hafa löndin sem Ísland ber sig […]

Nýtnivikan hefst á morgun

Á morgun, 21. nóvember, hefst Nýtnvikan og stendur hún yfir til 29. nóvember. Átakið er samevrópskt og hefur það að markmiði að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs. Í ár er þema vikunnar „það sem ekki sést“ og er þar vísað til alls úrgangs […]

Íslenska óperan skráir sig til leiks

Íslenska óperan setur reglulega upp vandaðar og fjölbreyttar óperusýningar og hefur öðlast mikilvægan sess í menningarlífi okkar Íslendinga. Stofnunin er staðsett í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík. Fastir starfsmenn eru 5 talsins en fjöldi verkefnaráðinna starfsmanna eykst verulega þegar æfingar og undirbúningur sýninga hefst og getur orðið hátt á annað hundrað. Við bjóðum Íslensku […]

PowerPoint og pdf kynningar um Grænu skrefin

Við höfum útbúið Powerpoint og pdf skjöl sem þið getið nýtt í eigin kynningar á Grænu skrefunum eða sent á starfsfólk. Skjölin finnið þið undir Vinnugögn – ítarefni hér á síðunni en þar er einnig að finna margskonar hjálplegt efni sem getur nýst ykkur í innleiðingu skrefanna; umhverfissjónarmið sem gott er að hafa í huga þegar flutt er […]

Skrifstofur Landspítala fá viðurkenningu fyrir skref 3 og 4

Í ágúst síðastliðnum lauk Landspítali Skaftahlíð við innleiðingu á skrefi 3 og 4. Vegna Covid fór fjarúttekt ekki fram fyrr en í október og afhending núna í nóvember. Á Landspítala hefur verið unnið markvisst að umhverfismálum frá árinu 2012 og hefur innleiðing Grænu skrefanna gengið hratt og örugglega fyrir sig, en spítalinn skráði sig til […]

Gljúfrasteinn er nýr þátttakandi í Grænum skrefum

Gljúfrasteinn í Mosfellssveit var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið. Íslenska ríkið keypti húsið árið 2002, þegar öld var liðin frá fæðingu skáldsins, og tveimur árum síðar var það opnað almenningi. Húsið er safn Halldórs Laxness þar sem heimili og vinnustaður hans eru látin haldast óbreytt. Á safninu starfa […]

Þrjú græn skref í höfn hjá Héraðssaksóknara

Í september lauk embætti Héraðssaksóknara við innleiðingu á 3. græna skrefinu. Frá því að stofnunin skráði sig til leiks í verkefnið í maí 2019 hefur verið unnið skipulega að innleiðingu þess og er stefnan að ljúka við öll 5 skrefin fyrir júní 2021. Eins og svo margir hefur stofnunin þurft að laga sig að breyttum […]