Upptaka og glærur frá Morgunfundi 2022

Við þökkum öllum þátttakendum og fyrirlesurum fyrir fróðleg erindi og samtöl á morgunfundinum okkar í desember síðastliðnum.

Hér að neðan má nálgast upptöku af fundinum, upptakan hófst aðeins of seint svo upphafserindi um stöðu Grænna skrefa vantar sem og fyrstu mínútur af erindi Sigurðar um umhverfisáhrif matvæla. Ef upptakan er opnuð á YouTube er auðveldara að opna hvert erindi fyrir sig (sjá Kaflar). Allar glærur eru svo aðgengilegar hér að neðan.

Við hlökkum til að miðla til ykkar þeim frábæru hugmyndum sem komu fram á fundinum.

Áhrif matarneyslu okkar og hvað við getum gert – Sigurður Loftur Thorlacius

Niðurstöður ánægjukönnunar Grænna skrefa – Þorbjörg Sandra Bakke

Staða Grænna skrefa – Birgitta Steingrímsdóttir

Græn skref heimilanna – Guðbjörg Gissurardóttir

Heilnæmt mataræði fyrir okkur og umhverfið – Anna Hulda Ólafsdóttir