Grænu skrefin í Hvíta húsinu

Á miðvikudag munu Þorbjörg Sandra og Birgitta, starfsmenn Grænna skrefa hjá Umhverfisstofnun, deila reynslu sinni af Grænum skrefum með þátttakendum í verkefninu Greening Government Initiative (GGI). Verkefnið er alþjóðlegt samstarfsnet þjóða sem leggja áherslu á umhverfisvænan ríkisreksturog var sett á laggirnar af stjórnvöldum í Bandaríkjunum og Kanada árið 2021. Áhersla er lögð á að lönd miðli þekkingu og reynslu sín á milli og efli samstarf til að auka árangur í umhverfismálum hins opinbera.

Þema fundarins er „Þátttaka starfsmanna og menningarbreytingar sem styðja við umhverfisvænan ríkisrekstur“ (e. Employee engagement and culture change to support greening government operations).

Fulltrúar Chile og Ástralíu munu einnig deila reynslu sinni á fundinum.

Fundurinn fer fram á Zoom miðvikudaginn 20. september frá kl. 13 – 15 og hvetjum við áhugasama til að skrá sig. Opna skráningarsíðu.