Entries by Birgitta Steingrímsdóttir

Leiðbeiningar um ábyrga kolefnisjöfnun

Hluti af gerð loftslagsstefnu er að stofnanir setji sér skilgreind markmið um kolefnisjöfnun starfseminnar. Mikilvægt er að kolefnisjafna reksturinn með trúverðugum og ábyrgum hætti og velja verkefni sem hafa raunverulegan loftslagsávinning í för með sér. Við höfum tekið saman leiðbeiningar um viðmið, vottanir og seljendur kolefniseininga sem standast alþjóðlegar gæðakröfur. Leiðbeiningarnar finnið þið undir Vinnugögnum […]

Myndir af vinnustofum um umbætur aðgerða

Þessa dagana stendur yfir yfirhalning á aðgerðum Grænna skrefa. Nauðsynlegt er að endurskoða aðgerðirnar reglulega með tilliti til fyrri reynslu og nýrrar þekkingar í umhverfismálum, og höfum við gert þetta á ca 2. ára fresti. Á morgunverðarfundi Grænna skrefa í síðustu viku skiptu þátttakendur sér niður í fjórar vinnustofur þar sem umbætur aðgerða voru ræddar. […]

Upptaka og glærur af morgunverðarfundi

Við þökkum kærlega fyrir góða þátttöku á morgunverðarfundi Grænna skrefa þann 21. október síðastliðinn. Hér að neðan finnið þið upptökur og glærur frá fundinum ásamt spurningum sem við leituðum svara við í kjölfar fundar. Vinnustofur voru ekki teknar upp en myndir af umræðuborðum má finna hér. Staða Grænu skrefanna og umbætur á aðgerðum – Þorbjörg […]

Morgunverðarfundur fer fram í netheimum

Á miðvikudaginn ætlum við að hittast á morgunverðarfundi frá kl.9-11:45. Vegna ástandsins í samfélaginu verður fundurinn fjarfundur og munu allir tengiliðir fá sendan Teams hlekk. Ef þig vantar hlekk þá skaltu endilega hafa samband við okkur á graenskref@graenskref.is. Fundurinn verður með öðru sniði en aðrir fjarfundir okkar til þessa en hann verður „hefðbundinn“ Teams fundur, […]

Fjölbrautaskóli Suðurnesja ætlar að feta Grænu skrefin

Það er frábært að sjá hversu margir framhaldsskólar hafa bæst í hóp þeirra stofnana sem ætla að stíga Grænu skrefin og bjóðum við þann nýjasta – Fjölbrautaskóla Suðurnesja – innilega velkominn til leiks. Í umhverfisstefnu skólans kemur fram að meginmarkmiðið sé „að skapa umhverfisvænt en jafnframt hlýlegt umhverfi sem bæði nemendur og starfsfólk skólans beri […]

Skráning er hafin á morgunverðarfund Grænna skrefa

Þann 21. október næstkomandi boðum við til morgunverðarfundar milli kl. 9 og 12 á Grand hótel Reykjavík. Fundinum verður streymt svo allir þátttakendur hafa kost á að taka þátt. Ef sóttvarnarreglur verða hertar í aðdraganda fundarins verður hann alfarið í streymi. Við ætlum að kynna fyrir ykkur endurbætur okkar á aðgerðum skrefanna og eiga við […]

Vatnajökulsþjóðgarður með 2. Græna skrefið

Í apríl síðastliðnum luku starfsstöðvar Vatnajökuls við innleiðingu á 2. Græna skrefinu. Í fjarúttektum okkar var gaman að sjá og heyra af metnaðarfullu umhverfisstarfi sem unnið er á hverjum stað og hversu jákvæðir starfsmenn eru í garð verkefnisins. Meðal þess sem hefur verið gert við innleiðingu á skrefi 2 er ítarleg innkaupagreining, áhersla á umhverfismál […]

Fjölbrautaskóli Suðurlands stígur Grænu skrefin

Fjölbrautaskóli Suðurlands var stofnaður 1981 og er staðsettur á Selfossi. Í skólanum er boðið upp á fjölbreytta flóru í námsmöguleikum; stúdentsbrautir, styttri brautir, verknámsbrautir, starfsbrautir og listnámsbrautir svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur skólinn reglulega boðið upp á nám í meistaraskóla og öldungadeild. Þá starfrækir skólinn starfsstöðvar í fangelsunum á Litla-Hrauni og Sogni. 121 manns […]

Upptaka og glærur af kynningarfundi um loftslagsstefnur

Þann 23. september síðastliðinn buðum við til kynningarfundar um gerð loftslagsstefnu fyrir ríkisaðila, þ.e. ríkisstofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkis. Samkvæmt lögum um loftslagsmálum (5.gr.c) ber ríkisaðilum að setja sér slíka stefnu fyrir árslok 2021. Á fundinum kynntum við Grænu skrefin og hvernig gerð loftslagsstefnu á heima undir verkefninu. Þá fórum við yfir leiðbeiningar okkar […]

Menntasjóður námsmanna skráir sig til leiks

Við bjóðum Menntasjóð námsmanna velkominn í Grænu skrefin! Hlutverk Menntasjóðs námsmanna, áður LÍN, er að tryggja þeim sem falla undir lögin um sjóðinn tækifæri til náms án tillits til efnahags. Hjá sjóðnum starfa 43 starfsmenn og er hann til húsa í Borgartúni 21 í Reykjavík. Í sama húsi má finna fleiri stofnanir sem taka þátt […]

Plastlaus september handan við hornið

Árverkniátakið Plastlaus september hefur fest sig rækilega í sessi hér á landi frá því það var sett á laggirnar árið 2017. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka notkunina.     Átakið snýst ekki um að vera fullkomlega plastlaus […]