Morgunfundur Grænna skrefa 6. desember

Nú líður senn að árlegum morgunfundi okkar og hlökkum við mikið til að sjá ykkur sem flest á Grand hótel Reykjavík þann 6. desember næstkomandi milli kl. 9 og 12. Að sjálfsögðu verður einnig boðið upp á þátttöku í gegnum fjarfund. Frítt inn og allir áhugasamir þátttakendur velkomnir.

Á fundinum munum við segja ykkur frá stöðunni á verkefninu og niðurstöðum ánægjukönnunar. Einnig fáum við til okkar frábæra fyrirlesara sem ætla að segja okkur hvernig við getum tekið Grænu skrefin lengra í okkar leik og starfi ásamt því að fara í skapandi borðavinnu sem vonandi veitir okkur öllum innblástur á grænu vegferðinni.

Við hvetjum ykkur til að taka tímann frá í dagatalinu og munum við senda fullbúna dagskrá og skráningarform á tengiliðina sem fyrst.