Um hvað snýst 5. skref Grænna skrefa?

5. skref Grænna skrefa er mjög ólíkt hinum fjórum. Megintilgangur 5. skrefsins er að tryggja að stofnunin viðhaldi öflugu umhverfisstarfi eftir að öll skrefin hafa verið uppfyllt. Með því að fylgja aðgerðum 5. skrefsins geta stofnanir byggt upp umhverfisstjórnunarkerfi sem er aðlagað daglegum rekstri. Aðgerðirnar eru einfölduð útgáfa af ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfinu og því er auðvelt að bæta við og fá vottun samkvæmt staðlinum. Stofnanir sem hafa fengið ISO14001 vottun þurfa ekki að sýna fram á að skrefi 5 sé náð.

Við höfum tekið saman leiðbeiningar um 5. skrefið þar sem við reynum að svara algengum spurningum sem við höfum fengið í gegnum tíðina. Þar förum við t.d. yfir hvað umhverfisstjórnun og umhverfisstjórnunarkerfi eru ásamt muninum á umhverfisþáttum og umhverfisáhrifum. Mikið af stórum umhverfisorðum sem gott er að hafa á hreinu ásamt fleiru!

Leiðbeiningarnar finnið þið undir Vinnugögn -> ítarefni hér.