Entries by Birgitta Steingrímsdóttir

Háskólinn á Akureyri ætlar að stíga Grænu skrefin

Við bjóðum Háskólann á Akureyri velkominn til leiks. Hjá skólanum starfa 205 manns og eru tæplega 2500 nemendur skráðir þar til náms. Skólinn hefur verið leiðandi í uppbyggingu fjarnáms á Íslandi og spilað stórt hlutverk í að mennta fólk óháð búsetu og öðrum aðstæðum sem geta staðið í vegi fyrir staðarnámi. Við í Grænu skrefunum hlökkum […]

Velkomin til leiks Byggðastofnun

Byggðastofnun hefur nú skráð sig í Grænu skrefin. Stofnunin er staðsett á Sauðárkróki og þar starfa 27 manns. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Við erum spennt fyrir samstarfinu og bjóðum Byggðastofnun velkomna til leiks!

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu skráir sig í Grænu skrefin

Nýjasti þátttakandinn í Grænum skrefum er Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu en skólinn er jafnframt 10. framhaldsskólinn sem skráir sig til leiks í verkefnið. Það er alltaf jafn gaman að vinna með skólum þar sem metnaðurinn til að ná árangri í umhverfismálum er oftast mikill og mýmörg tækifæri til staðar til að virkja nemendur til góðra verka. […]

Nýr þátttakandi í Grænu skrefunum

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf, Kadeco, hefur nú skráð sig til leiks í Grænu skrefin. Kjarnaverkefni félagsins er að leiða þróun á landi ríkisins sem umlykur flugverndarsvæði Keflavíkurflugvallar. Kadeco kemur að ýmsum verkefnum sem eiga það sameiginlegt að auka virði svæðisins. Fjórir starfsmenn starfa hjá félaginu og hlökkum við til að feta með þeim græna veginn.

Skógræktin stígur skref númer tvö

Allar starfsstöðvar Skógræktarinnar hafa nú fengið viðurkenningu fyrir að stíga annað Græna skrefið. Starfsfólki Skógræktarinnar er mjög umhugað um umhverfið og höfum við í Grænu skrefunum ekki síður lært af þeim en þau af okkur þegar kemur að umhverfismálunum. Öflug fjarfundarmenning er til staðar hjá stofnuninni sem er dreifð um allt land og fara t.a.m […]

83 stofnanir skráðar til leiks

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur nú skráð sig til leiks í Grænu skrefin. Stofnanir sem taka þátt í verkefninu eru því orðnar 83 talsins með yfir 290 starfsstöðvar um land allt. Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun sameinuðust undir nafni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í byrjun árs 2020. Sameiningunni er ætlað að stuðla að heildstæðri yfirsýn yfir húsnæðis- og […]