Skráning er hafin á morgunfund

Nú styttist í morgunfundinn okkar þann 6. desember og hlökkum við mikið til að hitta ykkur og spjalla um verkefnið og umhverfismálin.

Skráning hér. Við biðjum ykkur öll um að skrá ykkur, hvort sem þið takið þátt á staðnum eða í fjarfundi. Frítt inn og allir velkomnir – endilega sendið boðið áfram innan ykkar vinnustaðar.

Hvenær: þriðjudaginn 6. desember kl. 9-12
Hvar: Grand hótel Reykjavík – Salur: Gullteigur. Að sjálfsögðu verður einnig hægt að taka þátt í fjarfundi.
Grand hótel er Svansvottað hótel og hvetjum við þátttakendur til að mæta með umhverfisvænum hætti; strætóleiðir 14, 4, 12 og 16 stoppa nálægt hótelinu og góðar hjólaleiðir liggja að því. Boðið verður upp á léttar veitingar og kaffi meðan á fundi stendur.

Dagskráin er afar spennandi, blanda af fyrirlestrum, umræðum og borðavinnu – bæði fyrir þá sem mæta á Grand og taka þátt í fjarfundi.