Skil á Grænu bókhaldi 1. apríl

Við minnum ykkur kæru Grænskrefungar á skil á Grænu bókhaldi, en fresturinn er nú sem fyrr 1. apríl. Grænt bókhald er grunnurinn að okkar umhverfisstarfi, með því að halda utan um notkun og innkaup á vörum og þjónustu getum við betur áttað okkur á umhverfisáhrifunum sem starfsemin hefur og sett okkur markmið um bætta frammistöðu.

Hér eru nánari upplýsingar um Græna bókhaldið.