Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Húrra! Þjóðskjalasafnið komið með 5. skref

Það eru alltaf mikil gleðitýðindi þegar stofnanir klára öll Grænu skrefin. Á dögunum lauk Þjóðskjalasafnið við fimmta skrefið og við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur! Skjalasafn sem nær í hillumetrum frá Reykjavík til Hveragerðis Ein af þýðingamestu aðgerðunum sem Þjóðskjalasafnið fór í til að ljúka fimmta skrefinu var að setja sér loftlagsstefnu […]

Réttar aðgerðir á réttum stað þegar Harpa tekur 2. Græna skrefið

Stundum veltir maður fyrir sér hvaða árangri Grænu skrefin skila fyrir umhverfið í raun og veru. Þessari spurningu var svarað hátt og greinilega þegar Harpa kláraði 2. skrefið á dögunum. Segja má að réttar aðgerðir hafi verið á réttum stað. Þegar Harpa ákveður að bjóða gestum að flokka á öllum sínum viðburðum, þá skiptir það […]

Gljúfrasteinn fagnar 1. Græna skrefinu

Á dögunum nældi Gljúfrasteinn sér í 1. Græna skrefið. Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu en hefur verið starfrækt sem safn síðan 2004. Líkt og húsið sem reist var 1945 minnir umhverfisstarf Gljúfrasteins á fyrri tíma, þar sem nýtnin er höfð í fyrirhúmi og dregið er úr allri óþarfa sóun. Sumar aðgerðir […]

Fæðingarorlofssjóður flýgur í gegnum tvö skref í einu!

Líkt og storkurinn sem kemur með börnin flýgur nú Fæðingarorlofssjóður í gegnum fyrstu tvö skrefin. Fæðingarolofssjóður er undirstofnun Vinnumálastofnunnar, sem vinnur nú ötullega að því að koma öllum sínum starfsstöðvum víða um land í gegnum fyrstu tvö skrefin. Fæðingarorlofssjóður er staðsettur á Hvammstanga en þjónustar foreldra út um allt land. Þau hafa því löngu áður […]

Kætumst meðan kostur er!

Stór hluti hugmyndafræði Grænna skrefa er að fagna hverjum áfanga og hvetjum við því alla þátttakendur til að gleðjast þegar skrefi er náð. Því miður hefur verið erfiðara að skipuleggja fögnuði undanfarna mánuði en okkar þátttakendur hafa heldur betur ekki dáið ráðalausir og sumir t.d. sent litla glaðninga til heimila starfsmanna sinna og aðrir notað […]

Hugverkastofan hlýtur 2. Græna skrefið

Á dögunum hlaut Hugverkastofan viðurkenningu fyrir að ljúka 2. Græna skrefinu. Við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur! Til að ljúka skrefinu hefur Hugverkastofan meðal annars flokkað vel og vandlega, boðið upp á góða aðstöðu fyrir hjólafólk, skilað grænu bókhaldi og sett sér loftlagsttefnu. Þar kemur fram að Hugverkastofan mun í jöfnum skrefum, […]

Fjölbrautaskóli Suðurnesja kominn með 2. Græna skrefið

Fjölbrautaskóli Suðurnesja (FSS) kláraði fyrir skömmu 2. Græna skrefið. Til hamingju! Það er rífandi gangur í verkefninu, þar sem það er ekki langt síðan FSS kláraði 1. Græna skrefið. Til að klára 2. skrefið hefur FSS hrint fjölmörgum aðgerðum í framkvæmd. Þar má nefna að endurvinnsluhlutfall skólans var komið upp í 60% árið 2020 og […]

Fjölbrautaskóli Snæfellinga fær fyrsta skrefið

Fjölbrautaskóli Snæfellinga fékk fyrsta skrefið á dögunum og óskum við þeim kærlega til hamingju með árangurinn! Ýmsar breytingar voru gerðar vegna innleiðingar fyrsta skrefsins, sem dæmi má nefna nýja hjólaboga sem komu rétt í tæka tíð fyrir sumarið og Hjólað í vinnuna átakið sem við hvetjum alla vinnustaði til að taka þátt í.  

Menntaskólinn á Tröllaskaga komin með 5 skref

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur lokið við að stíga 5 Græn skref. Skólinn hlaut 1 skrefið árið 2018 og hefur síðan þá stigið skrefin jafnt og þétt. Menntaskólinn á Tröllaskaga er einnig Grænfánaskóli og leggur þar að auki upp úr því að miðla umhverfisþekkingu til nemenda sinna og starfsfólks og tekur þannig heildstætt á umhverfismálunum. Við […]

Sýslumaðurinn á Vesturlandi ryður brautina

Sýslumaðurinn á Vesturlandi hlaut fyrstur allra sýslumannsembætta sitt fyrsta græna skref þann 9. mars síðastliðinn. Hjá sýslumanninum á Vesturlandi starfa 18 starfsmenn á fimm starfsstöðvum, það eru skrifstofur á Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, og tvö útibú í Búðardal og Snæfellsbæ (Hellissandi). Starfsmenn skrifstofu sýslumanns á Vesturlandi hafa sýnt fram á að innleiðing Grænna skrefa getur tekið […]

Til hamingju FíV með 1. Græna skrefið!

Fyrir helgi kláraði Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum (FíV) 1. Græna skrefið. Allir þeir sem fylgjast með fréttum, og kannski sér í lagi fréttum um umhverfismál, vita að við sem samfélag erum að glíma við mörg mjög alvarleg umhverfismál, og stundum er auðvelt að missa móðinn og fyllast bölsýni. Það er þessvegna sem það er svo mikilvægt […]

Umboðsmaður barna hefur stigið fyrsta skrefið

Umboðsmaður barna hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir að hafa lokið fyrsta græna skrefinu. Hjá Umboðsmanni barna starfa 5 starfsmenn sem skráðu þau sig til leiks í loks árs 2020 og voru ekki lengi að framkvæma aðgerðir fyrsta skrefsins og byrja á næstu skrefum. Við heyrum stundum að það taki því ekki fyrir vissa vinnustaði að […]