Sýslumaðurinn á Vesturlandi ryður brautina

Sýslumaðurinn á Vesturlandi hlaut fyrstur allra sýslumannsembætta sitt fyrsta græna skref þann 9. mars síðastliðinn. Hjá sýslumanninum á Vesturlandi starfa 18 starfsmenn á fimm starfsstöðvum, það eru skrifstofur á Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, og tvö útibú í Búðardal og Snæfellsbæ (Hellissandi).

Starfsmenn skrifstofu sýslumanns á Vesturlandi hafa sýnt fram á að innleiðing Grænna skrefa getur tekið stuttan tíma ef að viljinn og áhuginn er fyrir hendi og eru þau komin langleiðina með annað skrefið nú þegar!

Við óskum þeim kærlega til hamingju með góðan árangur.