Menntaskólinn á Tröllaskaga komin með 5 skref

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur lokið við að stíga 5 Græn skref.
Skólinn hlaut 1 skrefið árið 2018 og hefur síðan þá stigið skrefin jafnt og þétt.
Menntaskólinn á Tröllaskaga er einnig Grænfánaskóli og leggur þar að auki upp úr því að miðla umhverfisþekkingu til nemenda sinna og starfsfólks og tekur þannig heildstætt á umhverfismálunum.
Við óskum skólanum til hamingju með skrefið og hlökkum til að fylgjast með starfi hans áfram!