Umboðsmaður barna hefur stigið fyrsta skrefið

Umboðsmaður barna hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir að hafa lokið fyrsta græna skrefinu. Hjá Umboðsmanni barna starfa 5 starfsmenn sem skráðu þau sig til leiks í loks árs 2020 og voru ekki lengi að framkvæma aðgerðir fyrsta skrefsins og byrja á næstu skrefum.

Við heyrum stundum að það taki því ekki fyrir vissa vinnustaði að taka þátt í Grænu skrefunum sökum smæðar. En staðreyndin er sú að allur rekstur hefur einhver áhrif á umhverfið; starfsmenn þurfa að ferðast til og frá vinnu og jafnvel í vinnu, við þurfum rafmagn og hita, kaupum vörur, borðum mat og starfseminni fylgir alltaf einhver úrgangur. Eitt aðalmarkmið Grænna skrefa er að efla umhverfisvitund starfsmanna og það er sannarlega jafn mikilvægt á litlum vinnustöðum sem og stórum.

Við óskum starfsfólki Umboðsmanni til hamingju með árangurinn!