Fjölbrautaskóli Suðurnesja kominn með 2. Græna skrefið

Fjölbrautaskóli Suðurnesja (FSS) kláraði fyrir skömmu 2. Græna skrefið. Til hamingju!

Það er rífandi gangur í verkefninu, þar sem það er ekki langt síðan FSS kláraði 1. Græna skrefið. Til að klára 2. skrefið hefur FSS hrint fjölmörgum aðgerðum í framkvæmd. Þar má nefna að endurvinnsluhlutfall skólans var komið upp í 60% árið 2020 og stefnt er að því að hækka það ennfrekar í ár. Skólinn hefur líka skilað Grænu bókhaldi fyrir 2019 og 2020 og stefnir að því að gera það árlega héðan í frá. FSS hefur sett sér loftlagsstefnu með mælanlegum markmiðum um að draga úr losun. Þetta eru bara nokkur dæmi um metnaðarfullt umhverfisstarf þeirra.

 

Sonja Sigurðardóttir á þakkir skildar fyrir að halda einstaklega vel utan um verkefnið og hefur hann Ægi Karl Ægisson með sér til halds og trausts. En eins og alltaf þegar það varðar umhverfismál þá þurfa allir að leggja hönd á plóg til að árangur náist og því eiga stjórnendur, starfsmenn og nemendur hrós skilið.

Við óskum FSS innilega til hamingju með 2. Græna skrefið!