Til hamingju FíV með 1. Græna skrefið!

Fyrir helgi kláraði Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum (FíV) 1. Græna skrefið. Allir þeir sem fylgjast með fréttum, og kannski sér í lagi fréttum um umhverfismál, vita að við sem samfélag erum að glíma við mörg mjög alvarleg umhverfismál, og stundum er auðvelt að missa móðinn og fyllast bölsýni. Það er þessvegna sem það er svo mikilvægt að fagna góðum árangri, svo við höldum með krafti áfram inn í næstu skref. FíV flugu í gegnum fyrsta skrefið og því verður spennandi að fylgjast með þeim hlaupa í gegnum næstu.