Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Umboðsmaður barna stígur 2. skrefið

Umboðsmaður barna hefur nú fengið tvö græn skref. Þau hafa lagt mikla vinnu í skrefin og meðal annars sett sér metnaðarfulla loftslagsstefnu með 40% samdráttarmarkmiði á stöðugildi fyrir árið 2030 miðað við árið 2018, gert innkaupagreiningu og lagt áherslu á valmöguleika fyrir grænkera á fundum og viðburðum, með stefnu á að það verði eingöngu á […]

Orkusparandi tékklisti

Við höfum birt orkusparandi tékklista undir vinnugögnum sem við hvetjum vinnnustaði til að nýta sér áður en farið er í frí. Tékklistinn inniheldur nokkur atriði sem er gott að huga til þess að spara orku yfir jólin, páska, sumarið eða aðra frídaga. Listann má nota til stuðnings í aðgerð í skrefi þrjú um orkusparandi leiðbeiningar […]

Nýtt myndband Grænna skrefa

Nýtt kynningarmyndband Grænna skrefa er komið út. Myndbandið er hugsað til þess að auðvelda teymi Grænna skrefa innan stofnana til þess að kynna verkefnið fyrir samstarfsfólki sínu og er tilvalið að sýna það á starfsmannafundi. Í myndbandinu er farið yfir hver tilgangur Grænna skrefa er, ásamt yfirferð á flokkunum sem aðgerðirnar skiptast í. Myndbandið má […]

Grænt upplýsingaborð fyrir tengiliði Grænna skrefa

Við endurtökum leikinn og bjóðum tengiliðum Grænna skrefa að nýta sér opið upplýsingaborð sem haldið verður næsta mánudag, þann 6. desember, milli kl. 10-12. Tengiliðir hafa fengið boð á upplýsingaborðið í tölvupósti þar sem hægt er að skrá sig inn á upplýsingaborðið á fyrrgreindum tíma. Innan þessa tímaramma mun starfsfólk Grænna skrefa vera tilbúið að […]

Náttúruhamfaratrygging Íslands klárar skrefin fimm!

Náttúruhamfaratrygging Íslands skráðu sig til leiks í byrjun september 2021 og eru nú búin með öll fimm skrefin. Fyrsta skrefinu luku þau fyrir tæpum mánuði og á fimmtudaginn sl. kláruðu þau úttekt á rest. Þau hafa ráðist í verkefnið af krafti og gert þær breytingar sem þarf á ótrúlega stuttum tíma. Þau hafa meðal annars […]

Mennta- og menningarmálaráðuneytið klárar fimmta skrefið

Eitt af síðustu verkum Lilju Alfreðsdóttur sem Mennta- og menningarmálaráðherra var að taka við viðurkenningu frá Umhverfisstofnun þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur innleitt öll fimm Grænu skrefin. Afhendingin fór fram um miðjan nóvember en ráðuneytið skráði sig til leiks árið 2018 og verkefnið því innleitt í ráðherratíð Lilju. Við óskum ráðuneytinu og starfsfólki öllu […]

Jólagjafir til starfsfólks

Nú er tæpur mánuður til jóla og stjórnendur stofnana og fyrirtækja sennilega farnir að huga að jólagjöfum til starfsfólks. Græn skref hafa tekið saman nokkrar hugmyndir um umhverfisvænni gjafir til starfsfólks. Þessar hugmyndir uppfylla jafnframt aðgerð um um gjafir til stafsfólks í skrefi fjögur í gátlistanum. Upplifanir. Margir vinnustaðir gefa upplifanir í jólagjöf. Þá getur […]

Nýtnin í fyrirrúmi hjá Úrvinnslusjóði

Úrvinnslusjóður lauk á dögunum fyrstu þremur skrefunum á einu bretti, við óskum stofnuninni til hamingju með það. Úrgangur eru ær og kýr Úrvinnslusjóðs og starfsfólk leggur mikið kapp á að minnka úrgang og nýta allt sem best. Eldhússtólarnir í kaffistofu Úrvinnslusjóðs fengu yfirhalningu á þessu ári, og voru yfirdekktir í stað þess að skipta þeim […]

Nýtnivikan og uppfært vinnugagn

Evrópska Nýtnivikan hófst þann 20. nóvember og stendur yfir til 28. nóvember. Af því tilefni höfum við í Grænu skrefunum uppfært vinnugagn um hvað stofnanir geta gert í tilefni hennar, en það skjal má nálgast hér. Dagskrá Nýtnivikunnar má finna hér, en þema vikunnar í ár eru hringrásarsamfélög. Á starfsstöð Umhverfisstofnunar í Reykjavík höfum við […]

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra stíga tvö skref

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra steig á dögunum fyrsta og annað skrefið samtímis. Þau mega vera stolt af vinnunni við skrefin, en sem dæmi má nefna að við vinnustaðinn er glæsilegt hjólaskýli með hjólabogum, þau standa sig vel í flokkun og þessa skemmtilegu poka með táknmálsstafrófinu nota þau til innkaupa á smávöru. Við óskum þeim innilega […]

Grænt upplýsingaborð

Tengiliðir Grænna skrefa hafa fengið boð í tölvupósti á opið upplýsingaborð á Teams sem haldið verður næsta miðvikudag, þann 17. nóvember kl. 13:30-15:30. Innan þessa tímaramma mun starfsfólk Grænna skrefa vera tilbúið að svara öllum spurningum er við koma Grænu skrefunum, loftslagsstefnum og aðgerðaráætlunun. Opið upplýsingaborð (e. help-desk) er með því fyrirkomulagi að fólk getur […]

Frjóir hugar í Grænum skrefum – aðgerðavinna á Morgunfundi

Á Morgunfundi Grænna skrefa sem haldinn var þann 5. nóvember sl. var þátttakendum skipt niður á borð þar sem þeir gátu deilt reynslu af innleiðslu skrefanna, gefið góð ráð og rætt næstu skref. Lagt var fyrir verkefni þar sem þátttakendurnir hugsuðu upp aðgerðir sem styðja við markmið um samdrátt um losun. Það var ljóst að […]