Gljúfrasteinn fagnar 1. Græna skrefinu

Á dögunum nældi Gljúfrasteinn sér í 1. Græna skrefið.

Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu en hefur verið starfrækt sem safn síðan 2004. Líkt og húsið sem reist var 1945 minnir umhverfisstarf Gljúfrasteins á fyrri tíma, þar sem nýtnin er höfð í fyrirhúmi og dregið er úr allri óþarfa sóun. Sumar aðgerðir eiga ekki við á Gljúfrasteini, þar sem að allur vinnustaðurinn er safn. Það er til dæmis ekki hægt að hengja upp límmiða hér og hvar til að minna á góða hluti eins og að slökkva ljósin, loka gluggum og minnka matarsóun, enda voru Grænu skrefin ekki til á tímum Laxness og fjölskyldu. En með aðeins fimm starfsmenn er lítið mál að ræða saman um umhverfismálin og minna á það sem á það til að gleymast.

Líkt og starfsmennirnir á myndinni gleðjumst við yfir góðum árangri á Gljúfrasteini!