Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Frjóir hugar í Grænum skrefum – aðgerðavinna á Morgunfundi

Á Morgunfundi Grænna skrefa sem haldinn var þann 5. nóvember sl. var þátttakendum skipt niður á borð þar sem þeir gátu deilt reynslu af innleiðslu skrefanna, gefið góð ráð og rætt næstu skref. Lagt var fyrir verkefni þar sem þátttakendurnir hugsuðu upp aðgerðir sem styðja við markmið um samdrátt um losun. Það var ljóst að […]

Morgunfundur Grænna skrefa 2021

Morgunfundur Grænna skrefa 2021 verður haldinn föstudaginn 5. nóvember n.k.. Að þessu sinni er áhersla lögð á loftslagsstefnur og aðgerðaáætlanir og verða erindi og borðaverkefni því tengd. Okkar eigin Kristín Helga Schiöth mun byrja á að fara yfir það helsta sem þarf að hafa í huga við skipulagningu umhverfisvænni viðburða. Eygerður Margrétardóttir, verkefnastjóri hjá Sambandi […]

Súkkulaðiskref Vatnajökulsþjóðgarðs

Í byrjun mánaðarins luku allar starfsstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðar fjórða skrefinu. Þær eru hvorki meira né minna en átta talsins og dreifðar vítt og breitt um landið;  Gljúfrastofa, Mývatn, Snæfellsstofa, Fellabær, Gamlabúð, Skaftafell, Kirkjubæjarklaustur og Skaftárstofa.  Það fylgja því eflaust aðrar áskoranir að vinna að skrefunum á svo dreifðum og fámennum starfsstöðvum en í mörgum öðrum ríkisstofnunum […]

Ný orkumerki Evrópusambandsins og uppfærður gátlisti

Orkumerki Evrópusambandsins hafa tekið breytingum og eru nú á kvarðanum A-G á meðan orkunýtniflokkarnir A+, A++ og A+++ víkja. Nýi kvarðinn er strangari og er hannaður á þann veg að mjög fáar vörur í dag eru í flokki A, en það gefur rými fyrir betri orkunýtingu í framtíðinni. Orkunýtnustu raftæki dagsins í dag eru oftast […]

Háskólinn á Akureyri lýkur þriðja og fjórða skrefi á einu bretti

Það er heldur betur gangur í umhverfismálum hjá ríkisstofnunum þessi dægrin og í dag steig Háskólinn á Akureyri þriðja og fjórða skrefið í einu með glæsibrag. Í Háskólanum á Akureyri er metnaðarfullt umhverfisráð, skipað bæði starfsfólki og nemendum, sem heldur utan um umhverfismál í skólanum. Ráðið gaf út þetta fróðlega og skemmtilega myndband nýlega, þar […]

Menntaskólinn á Egilsstöðum stígur 3. og 4. skrefið!

Við óskum Menntaskólanum á Egilsstöðum til hamingju með að hafa stigið þriðja og fjórða Græna skrefið í september. Það er vel við hæfi að skólinn hlaut skrefin í upphafi Virðingarviku, en dagskrá vikunnar samanstóð meðal annars af vígslu á nýju reiðhjólaskýli og rafhleðslustæði, sem og kynningu á samgöngusamning og samgöngupott fyrir starfsfólk og nemendur. Skólinn […]

Evrópsk samgönguvika 16. – 22. september

Evrópska samgönguvikan hefst á morgun 16. september og stendur yfir til 22. september. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.  Græn skref hvetja alla vinnustaði til þess að nýta samgönguvikuna til að vekja athygli á vistvænum samgöngum og jafnvel gera eitthvað […]

Á fimmta þúsund umhverfisvænar breytingar hjá ríkinu

Starfsstöðvar ríkisstofnana hafa stigið 174 Græn skref á árinu.  Hvert skref inniheldur í kringum 30 til 40 aðgerðir svo  að baki þessum árangri liggi á fimmta þúsund umhverfisvænar aðgerðir, bæði stórar og smáar. Á meðal umbóta hjá stofnunum má nefna bætta aðstöðu fyrir hjólreiðafólk, mötuneyti sem auka framboð sitt af mat með lægra kolefnisspor, þátttöku […]

Hjálpargögn við gerð loftslagsstefnu

Samkvæmt lögum um loftslagsmál ber öllum ríkisaðilum að setja sér loftslagsstefnu fyrir árslok 2021. Stefnan skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð. Tilgangur loftslagsstefnu er að auðvelda ríkisaðilum að draga markvisst úr áhrifum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda af starfsemi sinni og vera til fyrirmyndar með […]

Sýslumaðurinn á Vesturlandi stígur annað skrefið

Á dögunum steig embætti Sýslumannsins á Vesturlandi annað Græna skrefið. Við óskum þeim kærlega til hamingju með flottan árangur! Til að ljúka öðru skrefinu kláruðu starfsmenn Sýslumannsins á Vesturlandi meðal annars að skila Grænu bókhaldi sem gaf þeim áætlun af losun gróðurhúsalofttegunda sem verður vegna þeirra starfsemi. Í kjölfarið settu þau sér loftslagsstefnu með mælanlegu […]