Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur nú stigið fimmta og síðasta Græna skrefið. Fimmta skrefið er frábrugðið fyrstu fjóru skrefunum, þar sem megintilgangur þess er að viðhalda öflugu umhverfisstarfi eftir að öll skrefin hafa verið stigin. Með því að ljúka fimmta skrefinu hefur Mennta- og menningarmálaráðuneytið komið sér upp umhverfisstjórnunarkerfi sem er aðlagað að daglegum rekstri stofnunarinnar og tryggir að umhverfisáhrif stofnunarinnar verði í stöðugri endurskoðun hér eftir.

Ráðuneytið hefur sýnt mikinn metnað og ætlar ekki að láta staðar numið, heldur áformar að sækja sér vottað umhverfisstjórnunarkerfi (ISO 14001) í framhaldinu. Fimmta skrefið er einfölduð útgáfa af ISO 14001 og því tilvalið að byggja á þeirri vinnu sem ráðuneytið hefur þegar unnið og fara alla leið með vottuninni. Við óskum ráðuneytinu góðs gengis í þeirri vinnu sem framundan er í vottunarferlinu og óskum því innilega til hamingju með góðan árangur í Grænu skrefunum